Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hefur auglýst að það hyggist láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á haustmisseri 2010, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum. Er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi leik- og/eða grunnskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. Afstaða skólastjóra viðkomandi skóla til úttektarinnar þarf að koma fram í umsókninni.
Skólanefnd óskar eftir tilnefningum frá skólastjórum leik- og grunnskóla.