Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna áforma um hjúkrunarheimili og leikskóla lauk 26. október sl.
Sex athugasemdabréf bárust auk umsagna frá öldungaráði Akureyrarbæjar, Síðuskóla, Norðurorku, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Minjastofnun Íslands.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 9. nóvember sl. og var afgreiðslu frestað.
Eru nú lagðar fram tvær tillögur að útfærslu svæðisins, annars vegar Tillaga A þar sem fyrirhugað hjúkrunarheimili er staðsett norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugaðan leikskóla og hins vegar Tillaga B þar sem fyrirhugaður leikskóli er staðsettur norðan við núverandi hjúkrunarheimili og sunnan við fyrirhugað hjúkrunarheimili.