Málsnúmer 2021120104Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 2. desember 2021 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 55 við Kjarnagötu. Er óskað eftir eftirfarandi breytingum:
1. Nýtingarhlutfall lækkar úr 1,50 í 1,40 en nýtingarhlutfall bílgeymslu hækkar úr 0,28 í 0,35.
2. Byggingarreitur syðri byggingar hliðrast um 1 m til vesturs og breikkar einnig um 1 m til vesturs. Byggingarreitur 1. hæðar byggingar minnkar samsvarandi. Einnig að byggingin hækki um eina hæð, úr þremur hæðum í fjórar.
3. Byggingarreitur nyrðri byggingar stækkar í 17,5 m x 16 m en hæð húss lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.
4. Gólfkóti allra bygginga verður 88,90.
5. Tveimur langstæðum í Kjarnagötu verður breytt í bílastæði fyrir hreyfihamlaða vegna kröfu byggingarreglugerðar um fjarlægðir frá húsi í slík stæði.
6. Bílastæðalóð við Geirþrúðarhaga stækkar um 1 m til vesturs.
7. Lágmarks lofthæð verður a.m.k. 2,3 m í stað 2,5 m.
8. Felld er burt krafa um að lofthæð 1. hæðar sé a.m.k. 3,0-3,5 m (salarhæð).