Erindi dagsett 30. nóvember 2021 þar sem Margrét M. Róbertsdóttir fyrir hönd G. Hjálmarssonar hf. sækir um breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar nr. 2 við Goðanes. Svæðið sem stækkunin nær til er skilgreint sem opið, óbyggt svæði í núgildandi aðalskipulagi. Það er austan við núverandi lóð og fyrirhugað er að nýta það sem geymslusvæði. Skipulagsbreytingin felur jafnframt í sér að byggt verði stakt hús norðan og austan við núverandi hús í stað viðbyggingar til vesturs. Þá verði bætt við aðkomu að lóðinni frá Freyjunesi. Meðfylgjandi eru skýringarmynd og greinargerð.