Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. mars 2022:
Lögð fram tillaga AVH arkitekta ehf. að nýju deiliskipulagi fyrir stofnana- og athafnalóðir við Súluveg.
Kynningu deiliskipulagstillögu á vinnslustigi lauk þann 12. janúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fram lagða tillögu að deiliskipulagi með minniháttar lagfæringum í samráði við skipulagsfulltrúa og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkir meirihluti skipulagsráðs að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut, Súluveg og Þingvallastræti varðandi legu göngustíga.
Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Í umræðum tóku einnig til máls Þórhallur Jónsson, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.