Liður 1 í fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021:
Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.
Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.
Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:
Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.
Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.
Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.
Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utan dyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.
Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.
Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.