Bæjarráð, á fundi 7. desember 2017, vísaði endurskoðun á afslætti af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs. Skipulagsráð fól formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur um breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. Er hér lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 9. nóvember 2018 þar sem fram kemur tillaga að breytingu á ákvæði um afslátt vegna jarðvegsdýptar auk umfjöllunar um gatnagerðargjöld í samanburði við raunkostnað í Hagahverfi og í samanburði við önnur sveitarfélög.