Svæði til þyrlulendinga við Hof - fyrirspurn

Málsnúmer 2019060375

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Lagt fram erindi Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar dagsett 20. júní 2019, f.h. Circle Air, kt. 610316-1070, og í samvinnu við Eldingu Hvalaskoðun Akureyrar. Er óskað eftir leyfi til að staðsetja þyrlu við suðurenda landfyllingar við Oddeyrarbót og bjóða ferðamönnum og almenningi upp á styttri þyrluferðir. Er óskað eftir leyfi til loka september 2019.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að veita leyfi til lendingar á þyrlu á svæði við Oddeyrarbót vegna mögulegs ónæðis sem af starfseminni gæti orðið.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.