Skipulagsráð

280. fundur 10. janúar 2018 kl. 08:00 - 10:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Hafnarstræti 41 - ítrekuð andmæli við lóðarmörk

Málsnúmer 2017050081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Hallgrímur Ó. Guðmundsson ítrekar andmæli sín við afmörkun lóðar Hafnarstrætis 41, sem ákvörðuð var við endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins árið 2012. Hallgrímur óskar eftir að Akureyrarbær endurskoði afstöðu sína til lóðarmarka eignarinnar.

Skipulagsráð fól skipulagssviði að kanna málið og leggja fyrir fund ráðsins. Meðfylgjandi eru gögn frá skipulagssviði og tillaga að svarbréfi frá Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni sem kom á fundinn.
Skipulagsráð þakkar Ingu Þöll fyrir komuna.

Samkvæmt ítarlegri rannsókn er lóðin og hefur verið 319 m² og afmörkun hennar er 18 m meðfram götu og dýpt lóðar er 17,72 m. Með vísan til þess er tekið undir álit bæjarlögmanns og erindi um endurskoðun á afmörkun lóðarinnar synjað og bæjarlögmanni falið að svara erindinu.

2.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110379Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2018 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, óskar eftir heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Skipulagsráð hafði á fundi 13. desember 2017 heimilað umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir sambærilegt erindi dagsettu 23. nóvember 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags miðbæjar í samræmi við erindið. Skipulagið skal unnið samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vakin er athygli á að framkvæmdin kann að vera matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

3.Espilundur 20 - hljóðvandamál vegna umferðar

Málsnúmer 2017100308Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkum Espilundar 20 að Skógarlundi og Dalsbraut vegna hljóðmengunar frá hringtorgi á Dalsbraut.

Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Fjallað var um erindið á deildafundi 31. október 2017.

"Verið er að vinna reglur um hljóðvistarstyrki og klárast sú vinna vonandi á næstunni. Þegar þær verða tilbúnar verður hægt að sækja um styrki til að setja t.d. þrefalt gler í glugga. Bærinn kemur ekki að framkvæmdum til að koma í veg fyrir ljósmengun frá umferð." - Reglur um hljóðvistarstyrki hafa síðan verið samþykktar.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 29. nóvember og fól skipulagssviði að afla frekari gagna. Meðfylgjandi er samantekt skipulagssviðs.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð telur að vandamál umsækjanda séu ekki meiri en við fjölda gatna í bænum, samanber hljóðvistarkort sem unnið hefur verið fyrir bæinn. Skipulagsráð vísar í reglur um styrki til að bæta hljóðvist húsa vegna umferðarhávaða.

4.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir Holtahverfi norður var auglýst skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. desember 2017.

Þrjár umsagnir bárust:

1. Vegagerðin, dagsett 20. desember 2017.

a) Við hönnun göngustígs meðfram Hörgárbraut þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að gatan verði breikkuð með fjölgun akgreina til norðurs.

b) Skoða þarf tengingar Sjónarhóls og Hrauns við Hörgárbraut en þær eru óæskilegar með tilliti til umferðaröryggis.

c) Skoða þarf stíga og stoppistöð til móts við Hraun með það í huga að einfalda svæðið.

d) Helgunarsvæði stofnvega líkt og Hörgárbrautar eru 30 metrar frá miðlínu auk þess er kveðið á um lágmarksfjarlægð milli bygginga og vega. Hafa þarf samráð við Vegagerðina í samræmi við þetta.

e) Farið er fram á að fá tillögu að deiliskipulagi til umsagnar þegar hún liggur fyrir.

2. Minjastofnun Íslands, dagsett 20. desember 2017.

Skráning fornleifa, húsa og mannvirkja skal fara fram áður en gengið er frá aðalskipulagi eða deiliskipulagi. Fornleifaskráningu skal vinna í samræmi við staðla Minjastofnunar Íslands. Skrá skal friðuð, friðlýst og varðveisluverð hús, húsasamstæður og mannvirki og gera skal húsahönnun.

3. Skipulagsstofnun, dagsett 14. desember 2017.

Skipulagsstofnun telur að lýsingin geri ágætlega grein fyrir áherslum og markmiðum sem höfð verða að leiðarljósi við skipulagsvinnuna. Hins vegar er ekki greint á fullnægjandi hátt frá því hvernig staðið verði að kynningu og samráði við gerð deiliskipulagsins né heldur hvernig staðið verði að umhverfismati fyrirhugaðs deiliskipulags. Minnt er á að meta skal áhrif að fyrirhuguðum skipulagsáformum samanber grein 5.4 í skipulagsreglugerð.


Einnig er lagt fram bréf frá fjölskyldusviði og búsetusviði Akureyrarbæjar um þörf á húsnæði fyrir skjólstæðinga sviðanna.
Skipulagsráð vísar innkomnum umsögnum og bréfi fjölskyldusviðs til vinnslu deiliskipulagsins.

5.Holtahverfi - beiðni vegna deiliskipulags

Málsnúmer 2017120295Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Benedikt Sigurðarson fyrir hönd Búfesti hsf., kt. 560484-0119, óskar eftir að innan deiliskipulags Holtahverfis verði afmarkaður byggingarreitur þar sem gera má ráð fyrir þéttri byggð lágreistra íbúðarhúsa.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu deiliskipulags svæðisins.

6.Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til að hafin verði vinna við rammaskipulag fyrir íbúðasvæði ÍB23 á grundvelli tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við rammaskipulag svæðisins og felur sviðsstjóra að undirbúa þá vinnu.

7.Miðgarðar í Grímsey - stofnun nýrrar lóðar

Málsnúmer 2017120032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2017 þar sem Óskar Páll Óskarsson fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690681-0259, sækir um að stofnuð verði ný lóð út úr jörðinni Miðgörðum í Grímsey, landnúmer 151851. Meðfylgjandi eru lóðablöð, skráningarbeiðni, minnisblað og skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.Lyngholt 9 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017100032Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 3. október 2017 þar sem Björn Þorkelsson leggur inn fyrirspurn um hvort hann fái leyfi til að byggja bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda á fundi 11. október 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 6. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Tillagan var grenndarkynnt 16. nóvember með athugasemdafresti til 15. desember 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

9.Rangárvellir 2 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017090146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Erindið var grenndarkynnt 30. nóvember með athugasemdafresti til 29. desember 2017.

Ein athugasemd barst:

1) Landsnet, dagsett 12. desember 2017.

Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir en óskað er eftir að afmörkun breytinganna nái eingöngu til byggingarreits Norðurorku.
Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur tillit til framkominnar ábendingar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

10.Hafnarstræti 100 - breyta íbúð í atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2017060149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Benedikt Viggósson fyrir hönd Ástu Fanneyjar Snorradóttur sækir um að íbúð 0203 í húsi nr. 100 við Hafnarstræti verði breytt í atvinnuhúsnæði til sölu gistingar án breytinga á eigninni. Innkomið samþykki meirihluta eigenda í húsinu 8. desember 2017.
Skipulagsráð telur fullnægjandi að samþykki meirihluta eigenda liggi fyrir og samþykkir að íbúðin verði skilgreind sem atvinnuhúsnæði til sölu gistingar. Lóðarskrárritara er falið að tilkynna breytta notkun til Þjóðskrár.

11.Hvannavellir 10 - álitsbeiðni vegna byggingaráforma

Málsnúmer 2017120159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Hjálpræðishersins, kt. 621186-1409, óskar eftir áliti skipulagsyfirvalda á þeirri hugmynd að fjarlægja hús af lóð nr. 10 við Hvannavelli og byggja nýtt. Nýja húsið yrði fimm hæðir, neðri tvær ætlaðar starfsemi Hjálpræðishersins og íbúðir á efri hæðum. Meðfylgjandi eru frumdrög að nýju húsi. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.
Skipulagsráð fagnar ósk um uppbyggingu á svæðinu en leggur áherslu á að tekið verði tillit til aðliggjandi byggðar og skuggavarps.

12.Saltnes í Hrísey - umsókn um afnot af svæði fyrir vélhjólasport

Málsnúmer 2013090248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Hermann Erlingsson fyrir hönd Stimpils, félags áhugamanna um akstursíþróttir, kt. 541217-1850, sækir um áframhaldandi afnot af svæði í Saltnesi í Hrísey til vélhjólasportsiðkunar.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Hríseyjar um umsóknina.

13.Gatnagerðargjöld - afslættir

Málsnúmer 2017120021Vakta málsnúmer

Bæjarráð, á fundi 7. desember 2017, vísaði endurskoðun á afslætti af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs.
Skipulagsráð felur formanni nefndarinnar og sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur um breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum.

14.Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017110088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Var þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem ekki bárust aðrar umsóknir.

15.Margrétarhagi 3a og b - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017120345Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2017 þar sem Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson fyrir hönd Þ.J.V. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, sækir um lóð nr. 3a og b við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem ekki bárust aðrar umsóknir.

16.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017120161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2017 þar sem Sigurður Björgvinsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina þar sem ekki bárust aðrar umsóknir.

17.Starfsleyfi - tilkynningar um auglýsingar á tillögum

Málsnúmer 2009090065Vakta málsnúmer

Að ósk Umhverfisstofnunar eru lagðar fram til kynningar starfsleyfistillögur vegna olíubirgðastöðva fyrir Olíudreifingu ehf. og Skeljung hf.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. desember 2017. Lögð var fram fundargerð 657. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 14. desember 2017. Lögð var fram fundargerð 658. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 20. desember 2017. Lögð var fram fundargerð 659. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.