Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Breytt erindi var lagt fram í skipulagsráði 10. janúar 2018. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagstillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2018.
Engar athugasemdir bárust.
Ein umsögn barst:
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. mars 2018.
Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.