Skipulagsráð

279. fundur 13. desember 2017 kl. 08:00 - 11:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

1.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110379Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Meðfylgjandi er mynd. Pétur Ólafsson hafnarstjóri og Jóhannes Bjarnason mættu á fundinn til að kynna málið.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð tekur jákvætt í hugmyndina að því undanskyldu að ráðið telur að ekki eigi að girða hafnarkantinn af nema þegar skemmtiferðaskip koma inn.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þetta. Bent er á að framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

2.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - stækkun á íbúðasvæði við Klettaborg

Málsnúmer 2017120073Vakta málsnúmer

Lagt er til að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði breytt til samræmis við tillögu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og íbúðasvæði í Klettaborg stækkað.
Skipulagsráð telur að hér sé um að ræða óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi, sem hafi ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, og sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á aðila eða á stór svæði. Tillagan er auk þess í samræmi við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Að þessu athuguðu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar.

3.Klettaborg - umsókn um heimild til breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017050078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi á leiksvæði við Klettaborg, sjá mynd. Fyrirhugað er að byggja sex þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með mikla stuðningsþörf og sameiginlega aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 31. maí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 21. nóvember 2017 og unnin af Kollgátu.
Skipulagsráð fer fram á að gert verði ráð fyrir leiksvæði norðan Klettaborgar í stað þess sem tekið yrði fyrir húsbygginguna og að lega hússins verði í samræmi við hús er standa sunnnan Klettaborgar.

Skipulagsráð samþykkir að skipulagstillagan þannig breytt verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. október 2012 að leggja fram tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins Hesjuvellir landnúmer 212076. Heimilt yrði að reisa þar eitt íbúðarhús ásamt bílgeymslu, allt að 350 fermetrar að flatarmáli.

Skipulagslýsing var auglýst 14. október 2015 og send til umsagnar. Skipulagsnefnd vísaði þann 11. nóvember 2015 athugasemdum sem þá bárust til umsækjanda til frekari skoðunar og úrvinnslu við gerð deiliskipulagsins.

Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 3. nóvember 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form og einnig er lögð fram athugun á fornleifum í sama landi dagsett í október 2016 og unnin af Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðingi.

Drög að deiliskipulagi voru kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga þann 22. nóvember 2017. Ein umsögn barst, frá Minjastofnun, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Blesagata 7 og 8 - lóðamörk

Málsnúmer 2017090208Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2017 þar sem Sigurjón Einarsson lóðarhafi Blesagötu 8 óskar eftir að bæjaryfirvöld kanni lóðamörk lóða nr. 7 og 8 og hvort eigendur séu að virða þau.

Einnig barst erindi dagsett 23. nóvember 2017 frá Önnu Maríu Ingþórsdóttur f.h. Ingþórs Arnars Sveinssonar lóðarhafa Blesagötu 7 vegna lóðamarkanna.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.

6.Borgarbraut - stöðuleyfi fyrir grenndarstöð

Málsnúmer 2017110409Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir leyfi til að staðsetja grenndarstöð til flokkunar endurvinnsluefnis á lóð Krambúðarinnar við Borgarbraut. Meðfylgjandi er mynd og samþykki lóðarhafa.
Skipulagsráð samþykkir að veita leyfi fyrir umbeðinni staðsetningu grenndarstöðvarinnar.

7.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2017 þar sem sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Innsend tillaga 29. nóvember 2017.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við drögin en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir þegar skipulagið kemur til auglýsingar.

8.Strandgata 9, íbúð 301 - breytt skráning

Málsnúmer 2017110422Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Hjördísar ehf., kt. 611005-0910, sækir um breytta skráningu á íbúð 301 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð frestar erindinu.

9.Strandgata 9, íbúð 302 - breytt skráning

Málsnúmer 2017110423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytt skráningu á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð frestar erindinu.

10.Sómatún 29 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110424Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 29 við Sómatún. Óskað er eftir heimild til að byggja eitt fjögurra íbúða hús. Stærð lóðar verði óbreytt en byggingarreitur stækkaður og bílastæði verði tvö fyrir hverja 80 m² íbúð en eitt og hálft fyrir minni íbúðir. Ekki yrði gert ráð fyrir gestastæðum. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð getur ekki fallist á fyrirhugaða húsgerð en heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í þá veru að færa til upprunalegs skipulags þ.e. parhús á tveimur hæðum. Breytingin yrði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Hafnarsvæði sunnan Glerár - umsókn um breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2015030249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2015 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 2-4 við Skipatanga.

Skipulagstillagan var auglýst frá 14. desember 2016 með athugasemdafresti til 25. janúar 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.

Ein umsögn barst.

1) Norðurorka, dagsett 15. desember 2016.

Breytingin hefur ekki áhrif á veitur Norðurorku.

Ein athugasemd barst.

1) Hverfisnefnd Oddeyrar, dagsett 6. febrúar 2017.

Hverfisnefndin leggst alfarið gegn því að deiliskipulagi sé breytt á þessum stað meðan ekki er hægt að breyta á öðrum stöðum á Oddeyri vegna vinnu við fyrirhugað rammaskipulag. Þá virðast vinnubrögðin vera þannig að þarna sé landnotkun breytt í bága við gildandi skipulag (gámastæðum raðað á athafnasvæði fiskihafnar) og skipulaginu breytt eftir á. Nauðsynlegt er að taka afgerandi afstöðu til starfsemi á hafnarsvæðum. Gámasvæði við Hjalteyrargötu er þannig úr öllum takti við íbúðasvæði í grenndinni og það verður að fara annað. Farið er fram á að deiliskipulagstillagan verði ekki tekin til efnislegrar afgreiðslu fyrr en búið er að klára ferlið sem hófst með gerð rammaskipulagsins.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 8. febrúar 2017 þar til rammaskipulag Oddeyrar yrði staðfest.
Svar við athugasemd 1).

Þar til uppbygging á Dysnesi er komin til framkvæmdar er óhjákvæmilegt að þjónusta við gámaflutninga verði áfram á Akureyri enda hafa auknir strandflutningar skapað betri rekstrarmöguleika fyrir fyrirtæki á svæðinu.

Ekki er möguleiki að byggja upp gámasvæði vegna plássleysis í Krossanesi og því er nauðsynlegt að þau verði þróuð áfram á þeim svæðum sem þau eru í dag þó að nábýlið sé við íbúðabyggð neðst á Oddeyri.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

12.Giljaskóli - lýsing og umferðarmál

Málsnúmer 2016120149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem skóla- og nemendaráð Giljaskóla óska eftir því við bæjaryfirvöld Akureyrarbæjar að bætt verði úr lýsingu og umferðaröryggismálum við Giljaskóla, leikskólann Kiðagil og Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu að deiliskipulagi á fundi 28. júní 2017.

Tillagan er dagsett 18. október 2017 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Oddeyrargata 5 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2017120024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2017 þar sem Þorvaldur B. Þorvaldsson og Þórunn Geirsdóttir sækja um að notkun íbúðarrýmis í þeirra eigu í kjallara hússins nr. 5 í Oddeyrargötu verði breytt í atvinnuhúsnæði til gistingar.
Rekstarleyfisskyldar íbúðir eru ekki heimilar á íbúðarsvæðum samkvæmt gildandi aðalskipulagi: "Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð." - Rekstraleiguíbúðir teljast ekki vera til þjónustu íbúa í viðkomandi hverfi.

Skipulagsráð synjar því erindinu.

14.Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Félags sumarhúsaeigenda í Kjarnabyggð, kt. 470504-2420, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hús 1-9 við Götu mánans og 1-16 við Götu norðurljósanna. Óskað er eftir að leyfilegri hámarksstærð húsanna verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem unnin verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í nýju erindi dagsett 4. desember 2017 er óskað eftir að breytingin verði aðeins fyrir Götu norðurljósanna nr. 9 og verði grenndarkynnt. Tillagan er dagsett 5. desember 2017 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.
Fyrir liggur að eigendur húsa á lóðinni eru samþykkir umbeðinni breytingu.

Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin er óveruleg og hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og Akureyrarbæ, og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

15.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - tilnefning í starfshóp

Málsnúmer 2017030595Vakta málsnúmer

Svæðisskipulagsnefnd ákvað á fundi 29. nóvember 2017 að skipa starfshóp í nefndinni. Ákveðið var að hópinn skipuðu formaður og annar af tveimur fulltrúum Eyjafjarðarsveitar, Akureyrar og Hörgársveitar í nefndinni. Óskað er eftir að ákveðið verði hver komi til með að sitja í starfshópnum og það tilkynnt til sveitarstjóra Grýtubakkahrepps.
Skipulagsráð samþykkir að tilnefna Edward Hákon Huijbens V-lista sem fulltrúa ráðsins í starfshópinn.

16.Margrétarhagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017110103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að í stað 5 raðhúsaíbúða verði 6 íbúðir í fjölbýlishúsi með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 13. desember 2017 unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Hólasandslína 3 - jarðstrengsleið í landi Akureyrar

Málsnúmer 2017120062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2017 þar sem Friðrika Marteinsdóttir hjá EFLU fyrir hönd Landsnets hf., kt. 580804-2410, leggur fram fyrirspurn um breytta legu jarðstrengs, Hólasandslínu 3, sem yrði í jaðri Naustaflóa. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð mun taka erindið sem athugasemd við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og afgreiða það með því.

18.Kjarnalundur - breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2017120065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hótel Kjarnalund vegna viðbyggingar. Viðbyggingin yrði staðsett norðvestanmegin á húsinu og yrði þrjár hæðir. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Árnason.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við tillöguna. Breytingin verði unnin samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Kríunes - beiðni um gerð lóðarleigusamnings

Málsnúmer 2017120070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2017 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd Svínaræktarfélags Íslands, kt. 600488-2019, óskar eftir að gerður verði nýr ótímabundinn lóðarleigusamningur um lóð við Kríunes, landnúmer 195050. Leigutaki verði Landnámsegg ehf., kt. 511113-2290, þar sem fyrir liggur að sá aðili muni kaupa eignina.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gera lóðarsamning um lóðina.

20.Umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017090040Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2017 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri. Af 10 atriðum sem ætlun er að endurbæta samkvæmt meðfylgjandi umsókn þá er nú sótt um framkvæmdaleyfi fyrir atriðum nr.1, 3a, 3b, 7 og 10 á listanum að þessu sinni.

Nr. 1 - við hringtorg Hörgárbrautar og Undirhlíðar og þar skal blöndunarrein út úr hringtorgi til norðurs og ný biðstöð SVA.

Nr. 3a - við gatnamót Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Þar skal setja vinstribeygjuvasa á Glerárgötu, eyju á Þórunnarstræti, luktir og hljóðhnappa á miðeyju og færa biðstöð SVA á Glerárgötu.

Nr. 3b - Framhjáhlaup til hægri á Þórunnarstræti.

Nr. 7 - Ný biðstöð SVA við Hörgárbraut og gangbrautarljós.

Nr. 10 - er við gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar. Þar verða tímabundnar úrbætur, vinstribeygjuvasar, breikkun umferðareyju, útkeyrsla verslunargötu færð til suðurs og lenging vinstribeygjuvasa. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi teikningar vegna framkvæmdanna, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna liða nr. 1, 3a, 7 og 10 á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð". Skipulagsráð telur þó að ekki ætti að færa gangbrautina samkvæmt lið 7.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð frestar lið 3b og vísar honum til endurskoðunar deiliskipulags Gleráreyra.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista fór af fundi kl. 11:05.

21.Reglur um lóðaveitingar - endurskoðun 2015

Málsnúmer 2015030039Vakta málsnúmer

Skipulagnefnd fól Tryggva Má Ingvarssyni og Edward Hákoni Huijbens á fundi 23. mars 2016 að leggja fram tillögur til endurskoðunar reglna um lóðaveitingar. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 29. mars, 31. maí og 25. október 2017. Tillaga að endurskoðuðum reglum er nú lögð fram eftir yfirferð bæjarlögmanns.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að endurskoðaðar reglur um lóðaveitingar verði samþykktar.
Edward Hákon Huijbens V-lista fór af fundi kl. 11:15.

22.Kjarnagata 51 - breytingar á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 51 við Kjarnagötu. M.a. er sótt um eina innkeyrslu í bílakjallara og minnkun lofthæðar þar. Sótt er um aukna nýtingu bílakjallara og breytingu á mörkum sérafnotahluta á lóð. Óskað er eftir að byggingarreitur Elísabetarhaga 1 verði færður til á lóðinni og stigahús og svalir Elísabetarhaga 1 og Kjarnagötu 51 megi ná út fyrir byggingarreit ásamt fleiru.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. nóvember 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 13. desember 2017 og unnin af Ómari Ívarssyn, Landslagi.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr.

43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 30. nóvember 2017. Lögð var fram fundargerð 656. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.