Erindi dagsett 8. desember 2017 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir umferðaröryggisaðgerðum á Hringvegi 1 í gegnum Akureyri. Af 10 atriðum sem ætlun er að endurbæta samkvæmt meðfylgjandi umsókn þá er nú sótt um framkvæmdaleyfi fyrir atriðum nr.1, 3a, 3b, 7 og 10 á listanum að þessu sinni.
Nr. 1 - við hringtorg Hörgárbrautar og Undirhlíðar og þar skal blöndunarrein út úr hringtorgi til norðurs og ný biðstöð SVA.
Nr. 3a - við gatnamót Glerárgötu og Þórunnarstrætis. Þar skal setja vinstribeygjuvasa á Glerárgötu, eyju á Þórunnarstræti, luktir og hljóðhnappa á miðeyju og færa biðstöð SVA á Glerárgötu.
Nr. 3b - Framhjáhlaup til hægri á Þórunnarstræti.
Nr. 7 - Ný biðstöð SVA við Hörgárbraut og gangbrautarljós.
Nr. 10 - er við gatnamót Glerárgötu og Tryggvabrautar. Þar verða tímabundnar úrbætur, vinstribeygjuvasar, breikkun umferðareyju, útkeyrsla verslunargötu færð til suðurs og lenging vinstribeygjuvasa. Meðfylgjandi eru myndir.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:
Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Skipulagsráð beinir því til umhverfis- og mannvirkjasviðs og Vegagerðarinnar að hönnun gatnamótanna sé í samræmi við markmið rammaskipulags Oddeyrar um gönguás um Gránufélagsgötu yfir Glerárgötu.