14. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. desember 2017:
Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Árni Árnason fyrir hönd Félags sumarhúsaeigenda í Kjarnabyggð, kt. 470504-2420, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hús 1-9 við Götu mánans og 1-16 við Götu norðurljósanna. Óskað er eftir að leyfilegri hámarksstærð húsanna verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem unnin verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í nýju erindi dagsett 4. desember 2017 er óskað eftir að breytingin verði aðeins fyrir Götu norðurljósanna nr. 9 og verði grenndarkynnt. Tillagan er dagsett 5. desember 2017 og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.
Fyrir liggur að eigendur húsa á lóðinni eru samþykkir umbeðinni breytingu.
Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breytingin er óveruleg og hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og Akureyrarbæ, og sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.