2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. desember 2017:
Lagt er til að Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 verði breytt til samræmis við tillögu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 og íbúðasvæði í Klettaborg stækkað.
Skipulagsráð telur að hér sé um að ræða óverulega breytingu á gildandi aðalskipulagi, sem hafi ekki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér, og sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á aðila eða á stór svæði. Tillagan er auk þess í samræmi við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Að þessu athuguðu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar.
Að þessu athuguðu leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra verði falið að senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar.