Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sótti um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 29 við Strandgötu. Óskað var eftir að stækka tengibyggingu milli núverandi húss nr. 29 og reits fyrir nýbyggingu vestan þess, hámarksvegghæð frá inngönguhæð viðbyggingar yrði hækkuð úr 5,85 í 7,0 og þakhalla breytt til samræmis við núverandi hús. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða úr 1 í 5 í fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulagstillagan var auglýst frá 29. mars með athugasemdafresti til 10. maí 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagssviðs.
Engin athugasemd barst.
Ein umsögn barst:
1) Minjastofnun Íslands, dagsett 26. apríl 2017.
Ekki eru gerðar athugasemdir á fyrirhugaðri breytingu en athygli er vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 um fornminjar sem áður voru ókunnar.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.