Miðbær - endurbætur

Málsnúmer 2017050008

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 9. fundur - 05.05.2017

Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt og Ólafur Jensson lýsingahönnuður frá Teiknistofu Norðurlands komu á fundinn og kynntu tillögur sínar að upplyftingu á miðbænum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í tillögurnar og vísar þeim til umræðu í stjórn Akureyrarstofu. Ráðið leggur einnig áherslu á að boðað verði til fundar með hagsmunaaðilum miðbæjarins sem fyrst þar sem hugmyndirnar verða kynntar.



Eiríkur Jónsson S-lista óskar bókað:

Útfærsla á breytingum á Ráðhústorgi þarfnast sérstakrar skoðunar með tilliti til samkomuhalds á torginu.

Stjórn Akureyrarstofu - 231. fundur - 11.05.2017

Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs þann 5. maí sl. var samþykkt að vísa tillögum að upplyftingu á miðbænum til umræðu í stjórn Akureyrarstofu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs kynnti málið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela deildarstjóra Akureyrarstofu að boða til fundar með hagsmunaaðilum miðbæjarins sem fyrst þar sem hugmyndirnar verða kynntar.

Skipulagsráð - 264. fundur - 31.05.2017

Tillaga að upplyftingu miðbæjarins var lögð fram í skipulagsráði til kynningar.

Arnar Birgir Ólafsson og Ólafur Jensson frá Teiknistofu Norðurlands mættu á fundinn og kynntu tillöguna.
Skipulagsráð þakkar Arnari og Ólafi fyrir kynninguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 12. fundur - 02.06.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 2. júní 2017 vegna tillagna að endurbótum á miðbænum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir í göngugötunni samkvæmt framlögðum gögnum og felur sviðsstjóra að vinna frekari kostnaðaráætlun fyrir heildarverkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lagt fram skilamat dagsett 6. apríl 2018 vegna endurbóta í göngugötunni í miðbæ Akureyrar.
Hildigunnur Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.