Erindi dagsett 16. maí 2017 þar sem Tómas Björn Hauksson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo hægt sé að koma fyrir aðalstíg meðfram Drottningarbraut. Sjá skýringarmynd.
Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dagsetta 5. júní 2017 unna af Árna Ólafssyni.
Tillagan var send til umsagnar Eyjafjarðarsveitar, þar sem stígurinn nær að sveitafélagamörkum og umsögnin liggur fyrir.
Tómas Björn Hauksson umhverfis- og mannvirkjssviði mætti á fundinn og ræddi tillöguna.
Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins en óskar bókað að heppilegra væri að 6. áfangi stígsins væri beinni og með opnari sjónlínum.