7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. júní 2017:
Erindi dagsett 4. maí 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á deiliskipulagi þannig að bílakjallari færist frá húsum 2 og 4 við Davíðshaga og húsum 51 og 53 við Kjarnagötu og yrðu staðsettir miðsvæðis á lóðinni. Leiksvæði og aðstöðuskýli yrði þá staðsett ofan á bílakjallara. Gert er ráð fyrir 60 bílastæðum í bílakjallaranum. Einnig er óskað eftir að hæðir húsa nr. 51 og 53 við Kjarnagötu verði lækkaður um 30 cm. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 10. maí 2017. Tillagan er dagsett 31. maí 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Einnig barst erindi þar sem óskað var eftir fleiri breytingum en komu fram í fyrra erindi. Óskað er eftir breytingu á afmörkun sérafnotahluta fyrir hús á lóðinni, sameiginlegt leiksvæði verði staðsett ofan á þaki bílakjallarans, breytingar á innkeyrslum í bílakjallara og lækkun á lágmarkslofthæð í bílakjallara.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingar sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.