Langamýri, dreifistöð rafmagns - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014110135

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 192. fundur - 26.11.2014

Erindi dagsett 14. nóvember 2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð við Löngumýri undir dreifistöð rafmagns.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt vegna afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd hafnar því að um vanhæfi sé að ræða.

Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um umfang dreifistöðvarinnar og staðsetningu sem hægt væri að nýta vegna grenndarkynningar.

Skipulagsnefnd - 210. fundur - 26.08.2015

Erindi dagsett 14. nóvember 2014 þar sem Helgi Jóhannesson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um lóð við Löngumýri undir dreifistöð rafmagns.

Meðfylgjandi er tillaga frá Opus ehf. sem sýnir æskilega staðsetningu og útlit dreifistöðvarinnar.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 214. fundur - 14.10.2015

Erindið var grenndarkynnt 31. ágúst til 28. september 2015.

Tvær athugasemdir bárust

1) Listi með undirskriftum 13 aðila er grenndarkynninguna fengu.

Athugasemdin er í þremur liðum:

a) Óskað er eftir að stöðin verði skautuð við jörð umfram þá viðmiðunarstaðla sem notaðir eru hjá Norðurorku.

b) Farið er fram á að stöðin verði fallega hönnuð og horft er til spennistöðvarinnar við Undirhlíð hvað það varðar. Framlagðar teikningar sýna að ekki er um slíka hönnun að ræða.

c) Óskað er eftir því að mannvirkið verði fellt inn í umhverfið með því að færa hana lengra inn í brekkuna og mögulega leggja grasmanir að húsinu.

2) Viggó Benediktsson f.h. Höfðahúsa, móttekið 21. september 2015.

Staðsetningu spennistöðvarinnar er harðlega mótmælt og er versta lausnin af mörgum mögulegum. Skárri kostur er að nýta brekkuna austan götunnar og nýta hallann í landinu til að draga úr sýnileika. Brekkan sem lagt er til að spennistöðin standi við í grenndarkynntum gögnum er lítillega notuð af börnum á veturna. Þá aðstöðu mætti bæta og nota hluta lóðar Hrafnabjarga 1. Meðfylgjandi eru myndir.

Edward Hákon Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Svör við athugasemdum:

1) Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir sem fram koma í b og c lið undirskriftarlista og fer fram á að umsækjandi taki tillit til þeirra þegar sótt verður um byggingarleyfi fyrir spennistöðinni. Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til a liðar.

2) Skipulagsnefnd tekur ekki undir athugasemdir bréfritara. Svæðið austan götunnar er mun verri kostur vegna landhalla og klappar á svæðinu sem gerir byggingu spennistöðvar með öllum sínum lögnum mjög erfiða.

Vegna öryggis barna er ekki æskilegt að brekkan vestan götunnar sé notuð fyrir sleðaleiki þar sem halli brekkunnar er beint niður að götunni og sleðar renna því í þá átt og töluverð hætta er því á að þau renni beint út á götuna með tilheyrandi slysahættu.


Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina með ofangreindum skilyrðum.