Málsnúmer 2013060226Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar var auglýst frá 4. september með athugasemdarfresti til 16. október í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.
Beiðnir um umsagnir voru sendar til 8 umsagnaraðila: Rarik, Minjastofnunar Íslands, Norðurorku, Umhverfisstofnunar, Skipulagsstofnunar, Eyjafjarðarsveitar, hverfisnefndar Naustahverfis og Hörgársveitar.
Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dagsett 12. september 2013.
Um landið liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku hf., þ.e. háspennulögn og vatnslögn.
Norðurorka ítrekar að ef gera þarf breytingar á ofangreindum lögnum verða þær færðar á kostnað þess sem þeirra óskar.
2) Umhverfisstofnun, dagsett 18. október 2013. Umhverfisstofnun gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar dagsett 26. september 2013 sem gerir athugasemdir vegna rotþróar og fráveitu. Einnig þarf að athuga hljóðvist vegna fyrirhugaðrar tengibrautar.
2) Úrbótamönnum ehf, dagsett 16. október 2013, en þeir telja að möguleiki þurfi að vera til að stækka grunnflöt húsanna í 110m2 vegna aukinnar eftirspurnar eftir stærri orlofshúsum.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.