Eiður Matthíasson íbúi í Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og kom með nokkrar ábendingar og spurningar:
a) Spurðist fyrir um tengingu Skógarlundar og Miðhúsabrautar um Brálund og lagði áherslu á mikilvægi þess að hún yrði að veruleika.
c) Spurði hvort ekki væri hætt við að byggja á lóðum sunnan Naustaskóla og hvort ekki mætti moka yfir grunna sem á þeim væru.
d)Stakk upp á því að sundlaug yrði byggð í Naustahverfi, t.d. á þeirri lóð þar sem til stóð að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
e) Lýsti óánægju sinni með stækkun á verslun ÁTVR vegna staðsetningar verslunarinnar.
f) Spurði hver staðan væri varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og lýsti ánægju sinni með þær.
Svör við fyrirspurn:
a) Deiliskipulagsbreyting vegna tengingar Brálundar við Miðhúsabraut var kærð til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og er beðið niðurstöðu hennar. Úrskurðar er að vænta innan skamms.
c) Umræddum lóðum sunnan Naustaskóla hefur flestum verið úthlutað nema lóð nr. 55-59 og framkvæmdir hafnar á sumum þeirra. Lóðarhöfum ber að ganga frá lóðum sínum á tryggilegan hátt ef framkvæmdir eru ekki fyrirhugaðar þannig að öryggi íbúa í grennd sé tryggt. Nú á vordögum munu starfsmenn skipulagsdeildar yfirfara öryggisþætti umræddra lóða og gera viðeigandi athugasemdir um frágang ef honum er ábótavant.
e) Skipulagsnefnd bendir á að umrædd deiliskipulagstillaga er í auglýsingarferli og því hægt að gera formlegar athugasemdir við hana sem skipulagsnefnd mun fjalla um að loknum auglýsingartíma.