Brynhildur Þórarinsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 10. október 2013.
Brynhildur býr í Hamarstíg 6 og kemur f.h. hóps sem hefur farið af stað með undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að gerð verði gangstétt við norðanverðan Hamarstíg milli Oddeyrargötu og Þórunnarstrætis. Hún bendir á að mikil endurnýjun hafi verið í hverfinu og barnafjöldinn aukist mikið. Umferðin hefur einnig aukist heilmikið. Hópurinn skorar á skipulagsyfirvöld að setja minni gerð af gangstétt sem myndi þá um leið þrengja götuna og draga úr hraða.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til skoðunar og umsagnar framkvæmdaráðs og framkvæmdadeildar.