Málsnúmer 2013040143Vakta málsnúmer
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 29. maí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O.
Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar tilsvarandi.