Aðalskipulagsbreyting Hamrar og Gata sólarinnar, skipulagslýsing

Málsnúmer 2013040143

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 158. fundur - 29.05.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 29. maí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O.
Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar tilsvarandi.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn - 3340. fundur - 04.06.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. maí 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dags. 29. maí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O.
Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar tilsvarandi.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.
Umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013 en þeir benda á að rökstyðja þarf aðalskipulagsbreytinguna betur og að meta skuli þann hluta breytingarinnar er tekur til Götu sólarinnar. sbr. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Á skipulagssvæðinu liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku, háspennu- og vatnslögn. Ef heimiluð verður uppbygging á svæðinu þarf líklega að færa umræddar lagnir á kostnað þess aðila sem óskar eftir breytingum.
3) Landsneti, 18. júní 2013.
Um svæðið liggja tvær háspennulínur sem Landsnet á og lögð er áhersla á að helgunarsvæði háspennulínanna sé virt í skipulaginu og það skýrt afmarkað. Viðvörunarskilti þurfa að vera varðandi hvar má tjalda og vegna leikja barna. Landsnet fer fram á að nánara skiplag á svæðinu í nágrenni við háspennulínurnar verði unnið í samráði við Landsnet.

Svar við umsögnum:
1) Umbeðnar upplýsingar er nú þegar í texta á uppdrætti.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.
3) Umræddar lagnir Landsnets ætti ekki að þurfa að færa þar sem þær eru í jaðri svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að bókun bæjarráðs frá 10. maí 1994 um afslátt á greiðslu gatnagerðargjalda verði felld niður og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3373. fundur - 04.07.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 26. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar tjaldsvæðis að Hömrum og útilífsmiðstöðvar skáta auk breytingar á frístundasvæði norðan Kjarnalundar, Götu sólarinnar.
Lögð er til lítilsháttar breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á tjaldsvæði að Hömrum og útilífsmiðstöð skáta, svæðum nr. 3.41.1-O og 3.41.4-O. Einnig er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á skipulagssvæði orlofsbyggðarinnar norðan Kjarnalundar, svæðum nr. 3.21.16-F og 3.21.17-F, ásamt austasta hluta íbúðarsvæðis nr. 3.21.15-Íb sem minnkar að sama skapi.
Umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013 sem bendir á að rökstyðja þarf aðalskipulagsbreytinguna betur og að meta skuli þann hluta breytingarinnar er tekur til Götu sólarinnar, sbr. 5. mgr. 12. gr. skipulagslaga.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Á skipulagssvæðinu liggja tvær lagnir á vegum Norðurorku, háspennu- og vatnslögn. Ef heimiluð verður uppbygging á svæðinu þarf líklega að færa umræddar lagnir á kostnað þess aðila sem óskar eftir breytingum.
3) Landsneti, 18. júní 2013.
Um svæðið liggja tvær háspennulínur sem Landsnet á og lögð er áhersla á að helgunarsvæði háspennulínanna sé virt í skipulaginu og það skýrt afmarkað. Viðvörunarskilti þurfa að vera varðandi hvar má tjalda og vegna leikja barna. Landsnet fer fram á að nánara skiplag á svæðinu í nágrenni við háspennulínurnar verði unnið í samráði við Landsnet.
Svar við umsögnum:
1) Umbeðnar upplýsingar er nú þegar í texta á uppdrætti.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.
3) Umræddar lagnir Landsnets ætti ekki að þurfa að færa þar sem þær eru í jaðri svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að bókun bæjarráðs frá 10. maí 1994 um afslátt á greiðslu gatnagerðargjalda verði felld niður og leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2013.
Þrjár umsagnir bárust til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá:
1) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 3. september 2013.
Þeir benda á mikilvægi þess að gerð verði grein fyrir hreinsivirkjum fyrir skólp og rými til stækkunar á hreinsivirkjum.
2) Umhverfisstofnun dagsett 7. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemdir en telur mikilvægt að ekki verði röskun á klettaborgunum við framkvæmdir í Kjarna og við Hamra.
3) Stjórn Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, dagsett 16. júlí 2013.
a) Bent er á að um svæðið liggja fjórar háspennulínur.
b) Stjórnin telur að gera þurfi grein fyrir framtíðarlegu vega inn á svæðið.
c) Gert var ráð fyrir byggingarreit undir útileguskála (frá 1995) og leggur stjórnin til að þeim möguleika verði haldið inni.

Beiðni um umsagnir vegna skipulagstillögunnar voru sendar til Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Svar hefur ekki borist frá Umhverfisstofnun en tímafrestur var til 25. september 2013.
Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 18. júlí 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar tekið hefur verið tillit til eftirfarandi ábendinga:
a) Taka þarf út línu í töflunni yfir svæði 3.21.17F og endurskoða dálkinn "lýsing".
b) Rökstyðja þarf þær fullyrðingar að engar minjar séu á svæðinu.
c) Senda þarf Skipulagsstofnun afrit af umsögnum þeirra aðila sem leitað var til.
d) Gera þarf grein fyrir því hvernig vegtenging verður að tjaldsvæði.
e) Auka þarf litamun á uppdrætti á frístundarbyggðar- og íbúðarsvæðum.

Tilkynning um auglýsingu voru sendar til Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlits NE, Hamra útilífsmiðstöðvar, Skógræktarfélagsins, Norðurorku, Minjastofnunar, Svæðisskipulagsnefndar og Landsnets.
Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Hörgársveit dagsett 22. ágúst 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dagsett 3. september 2013. Þeir ítreka fyrri athugasemdir um að tvær lagnir á vegum Norðurorku liggja í grennd við frístundasvæðið við Götu sólarinnar sem hugsanlega þarf að færa og lendir kostnaður vegna færslu þeirra á þeim sem óskar eftir breytingum.

Svör við umsögnum um lýsingu:

1) Upplýsingar um hreinisvirki vegna skólps er að finna á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð sem nú er í auglýsingu.

2) Gefur ekki tilefni til svars.

3) a) Háspennulínur við Hamra eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti en nánari grein er gerð fyrir línum í deiliskipulagstillögu sem nú er í auglýsingu.

b) Í aðalskipulagstillögunni er einungis sýnd vegtenging við Hamrasvæðið en nánari útlistun á vegakerfi svæðisins er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti sem nú er í auglýsingu.

c) Umrætt svæði er utan skipulagsmarka.

Tekið var tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi dagsettu 18. júlí 2013 og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti og í greinargerð fyrir auglýsingu tillögunnar.

Svör við athugasemdum um skipulagstilllögu:

1) Gefur ekki tilefni til svars.

2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti á fundinn kl. 08:35.

Bæjarstjórn - 3344. fundur - 15.10.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Tillagan var auglýst frá 14. ágúst til 25. september 2013.
Þrjár umsagnir bárust til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá:
1) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 3. september 2013.
Þeir benda á mikilvægi þess að gerð verði grein fyrir hreinsivirkjum fyrir skólp og rými til stækkunar á hreinsivirkjum.
2) Umhverfisstofnun dags. 7. ágúst 2013 sem ekki gerir athugasemdir en telur mikilvægt að ekki verði röskun á klettaborgunum við framkvæmdir í Kjarna og við Hamra.
3) Stjórn Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, dags. 16. júlí 2013.
a) Bent er á að um svæðið liggja fjórar háspennulínur.
b) Stjórnin telur að gera þurfi grein fyrir framtíðarlegu vega inn á svæðið.
c) Gert var ráð fyrir byggingarreit undir útileguskála (frá 1995) og leggur stjórnin til að þeim möguleika verði haldið inni.

Beiðni um umsagnir vegna skipulagstillögunnar voru sendar til Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. Svar hefur ekki borist frá Umhverfisstofnun en tímafrestur var til 25. september 2013.
Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. júlí 2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar tekið hefur verið tillit til eftirfarandi ábendinga:
a) Taka þarf út línu í töflunni yfir svæði 3.21.17F og endurskoða dálkinn "lýsing".
b) Rökstyðja þarf þær fullyrðingar að engar minjar séu á svæðinu.
c) Senda þarf Skipulagsstofnun afrit af umsögnum þeirra aðila sem leitað var til.
d) Gera þarf grein fyrir því hvernig vegtenging verður að tjaldsvæði.
e) Auka þarf litamun á uppdrætti á frístundarbyggðar- og íbúðarsvæðum.

Tilkynning um auglýsingu voru sendar til Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Heilbrigðiseftirlits NE, Hamra útilífsmiðstöðvar, Skógræktarfélagsins, Norðurorku, Minjastofnunar, Svæðisskipulagsnefndar og Landsnets.
Tvær athugasemdir bárust frá:
1) Hörgársveit dags. 22. ágúst 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Norðurorku dags. 3. september 2013. Þeir ítreka fyrri athugasemdir um að tvær lagnir á vegum Norðurorku liggja í grennd við frístundasvæðið við Götu sólarinnar sem hugsanlega þarf að færa og lendir kostnaður vegna færslu þeirra á þeim sem óskar eftir breytingum.
Svör við umsögnum um lýsingu:
1) Upplýsingar um hreinisvirki vegna skólps er að finna á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð sem nú er í auglýsingu.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
3) a) Háspennulínur við Hamra eru sýndar á aðalskipulagsuppdrætti en nánari grein er gerð fyrir línum í deiliskipulagstillögu sem nú er í auglýsingu.
b) Í aðalskipulagstillögunni er einungis sýnd vegtenging við Hamrasvæðið en nánari útlistun á vegakerfi svæðisins er sýnd á deiliskipulagsuppdrætti sem nú er í auglýsingu.
c) Umrætt svæði er utan skipulagsmarka.
Tekið var tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfi dags. 18. júlí 2013 og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti og í greinargerð fyrir auglýsingu tillögunnar.
Svör við athugasemdum um skipulagstilllögu:
1) Gefur ekki tilefni til svars.
2) Tekið skal fram að umræddar lagnir eru utan skipulags frístundasvæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.