Aðalskipulagsbreyting vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis, skipulagslýsing

Málsnúmer 2013040061

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 158. fundur - 29.05.2013

Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dagsetta 29. maí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.
Annarsvegar er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á svæði 1.61.3-O og hins vegar á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar 1. júlí 2008.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað að hún ítreki fyrri bókun V-lista frá 15. maí sl.

Bæjarstjórn - 3340. fundur - 04.06.2013

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. maí 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu dags. 29. maí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.
Annarsvegar er lögð til breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 á svæði 1.61.3-O og hins vegar á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrar 1. júlí 2008.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað að hún ítreki fyrri bókun V-lista frá 15. maí sl.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 159. fundur - 12.06.2013

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3341. fundur - 25.06.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 12. júní 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 dags. 12. júní 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagðar fram upplýsingar frá skipulagsstjóra:

Bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2013 vegna yfirferðar á skipulagslýsingu barst eftir afgreiðslu skipulagsnefndar. Tekið verður tillit til þeirra athugasemda sem þar koma fram áður en aðalskipulagstillagan verður send Skipulagsstofnun til skoðunar fyrir auglýsingu.

 

Fram kom tillaga frá Petreu Ósk Sigurðardóttur B-lista svohljóðandi:

Ég legg til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað og hún tekin fyrir að nýju þegar skipulagsnefnd hefur fjallað um þær athugasemdir sem koma fram í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2013.

Hér er um að ræða viðamiklar athugasemdir frá Skipulagsstofnun sem snúa að umhverfismatsvinnu við tillöguna og taka til mikilvægra atriða eins og neysluvatns, hljóðvistar og annarra umhverfisþátta og því nauðsynlegt að skipulagsnefnd hafi tekið formlega afstöðu til þeirra fyrir afgreiðslu tillögunnar í bæjarstjórn.

 

Tillaga Petreu Óskar Sigurðardóttur var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 161. fundur - 17.07.2013

Tekið fyrir að nýju þar sem bæjarstjórn bókaði á fundi sínum 25. júní 2013 að skipulagsnefnd skyldi taka formlega fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar um lýsingu sem fram koma í bréfi dagsettu 12. júní 2013.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 17. júlí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.
Umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013.
a) Bent er á að aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana og skal því í umhverfisskýrslu gera grein fyrir áhrifum hennar á þá umhverfisþætti sem við á.
b) Stofnunin telur að í umhverfisskýrslu þurfi að meta hugsanleg áhrif breytingarinnar á neysluvatn og mannvirki þeim tengd.
c) Meta þarf áhrif stækkunar, aukinnar starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæðinu á nýja landnotkun norðan Hlíðarfjallsvegar.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Hugsanleg breyting á legu lagna skal kostuð af lóðarhafa. Við aðalskipulag og deiliskipulag þarf að hafa samráð um útfærslu á lagnaleiðum.
3) Vegagerðinni, sem gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.

Svar við athugasemdum vegna lýsingar:

1 a) Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og viðbætur gerðar í greinargerð.

b) Tillagan er unnin í nánu samstarfi við Norðurorku og eru ekki lagðar til neinar breytingar á lögnum vatnsveitu sem eru neðanjarðar og liggja um svæðið. Hinsvegar er gert ráð fyrir sérstakri lóð fyrir lokahús, vatnstank og athafnasvæði vegna vatnsveitu með séraðkomu frá Hlíðarfjallsvegi og hún er því ekki tengd öðrum svæðum með beinum hætti.

c) Áhrif stækkunar, umfangs starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæði á nýja landnotkun í Hálöndum verður metið og skoðað sérstaklega við vinnslu deiliskipulagstillögu.

2) Samráð mun verða haft við Norðurorku um útfærslu á lagnaleiðum ef til breytinga kemur.

 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3375. fundur - 25.07.2013

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 17. júlí 2013:
Tekið fyrir að nýju þar sem bæjarstjórn bókaði á fundi sínum 25. júní 2013 að skipulagsnefnd skyldi taka formlega fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar um lýsingu sem fram koma í bréfi dagsettu 12. júní 2013.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 dagsetta 17. júlí 2013, unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna stækkunar akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal og annarra breytinga á svæði 1.61.3-O.
Umsagnir vegna skipulagslýsingarinnar bárust frá:
1) Skipulagsstofnun, dagsett 12. júní 2013.
a) Bent er á að aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat áætlana og skal því í umhverfisskýrslu gera grein fyrir áhrifum hennar á þá umhverfisþætti sem við á.
b) Stofnunin telur að í umhverfisskýrslu þurfi að meta hugsanleg áhrif breytingarinnar á neysluvatn og mannvirki þeim tengd.
c) Meta þarf áhrif stækkunar, aukinnar starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæðinu á nýja landnotkun norðan Hlíðarfjallsvegar.
2) Norðurorku, dagsett 13. júní 2013.
Hugsanleg breyting á legu lagna skal kostuð af lóðarhafa. Við aðalskipulag og deiliskipulag þarf að hafa samráð um útfærslu á lagnaleiðum.
3) Vegagerðinni, sem gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
Svar við athugasemdum vegna lýsingar:
1 a) Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og viðbætur gerðar í greinargerð.
b) Tillagan er unnin í nánu samstarfi við Norðurorku og eru ekki lagðar til neinar breytingar á lögnum vatnsveitu sem eru neðanjarðar og liggja um svæðið. Hinsvegar er gert ráð fyrir sérstakri lóð fyrir lokahús, vatnstank og athafnasvæði vegna vatnsveitu með séraðkomu frá Hlíðarfjallsvegi og hún er því ekki tengd öðrum svæðum með beinum hætti.
c) Áhrif stækkunar, umfangs starfsemi og hávaða frá akstursíþrótta- og skotsvæði á nýja landnotkun í Hálöndum verður metið og skoðað sérstaklega við vinnslu deiliskipulagstillögu.
2) Samráð mun verða haft við Norðurorku um útfærslu á lagnaleiðum ef til breytinga kemur.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Umhverfisnefnd - 85. fundur - 10.09.2013

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 15. ágúst 2013 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, og umhverfisskýrslu.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

Skipulagsnefnd - 165. fundur - 09.10.2013

Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013.
Ein umsögn barst til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá Umhverfisstofnun, dagsett 15. ágúst 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til þeirrar frístundastarfsemi sem fer fram á svæðinu með því að koma í veg fyrir hávaðamengun frá akstri og skotæfingum. Einnig er bent á mikilvægi þess að staðargróður sé notaður við uppgræðslu á svæðinu.

Beiðni um umsagnir á skipulagstillögu voru sendar til tíu umsagnaraðila:
Heilbrigðiseftirlits NE, umhverfisnefndar, íþróttaráðs, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Norðurorku, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

Sex umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá:
1) Norðurorku dagsett 3. september 2013.
Á skipulagssvæðinu er vatnstankur Norðurorku með tveimur lagnaleiðum. Lóð aksturssvæðisins er stækkuð og liggja því báðar lagnir innan þeirrar lóðar. Norðurorka bendir á að tryggja verður kvaðir vegna lagnanna svo hægt sé að þjónusta þær í framtíðinni.
2) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 3. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en minnir á mikilvægi hljóðvarna og bendir á að uppsöfnun á blýi vegna skotsvæðis, kann að kalla á hreinsun yfirborðs.
3) Hörgársveit dagsett 22. ágúst 2013 og 20. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
4) Vegagerðinni dagsett 4. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
5) Íþróttaráði dagsett 6. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
6) Umhverfisnefnd dagsett 10. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.

Svör við umsögnum um skipulagstilllögu:

1) Ekki er gerð grein fyrir kvöðum um lagnir í aðalskipulagstillögu en slíkt mun verða gert í deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu.

Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3344. fundur - 15.10.2013

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. október 2013:
Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013.
Ein umsögn barst til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá Umhverfisstofnun, dags. 15. ágúst 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til þeirrar frístundastarfsemi sem fer fram á svæðinu með því að koma í veg fyrir hávaðamengun frá akstri og skotæfingum. Einnig er bent á mikilvægi þess að staðargróður sé notaður við uppgræðslu á svæðinu.

Beiðni um umsagnir á skipulagstillögu voru sendar til tíu umsagnaraðila:
Heilbrigðiseftirlits NE, umhverfisnefndar, íþróttaráðs, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Norðurorku, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.

Sex umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá:
1) Norðurorku dags. 3. september 2013.
Á skipulagssvæðinu er vatnstankur Norðurorku með tveimur lagnaleiðum. Lóð aksturssvæðisins er stækkuð og liggja því báðar lagnir innan þeirrar lóðar. Norðurorka bendir á að tryggja verður kvaðir vegna lagnanna svo hægt sé að þjónusta þær í framtíðinni.
2) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dags. 3. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en minnir á mikilvægi hljóðvarna og bendir á að uppsöfnun á blýi vegna skotsvæðis, kann að kalla á hreinsun yfirborðs.
3) Hörgársveit dags. 22. ágúst 2013 og 20. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
4) Vegagerðinni dags. 4. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
5) Íþróttaráði dags. 6. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
6) Umhverfisnefnd dags. 10. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Svör við umsögnum um skipulagstilllögu:
1) Ekki er gerð grein fyrir kvöðum um lagnir í aðalskipulagstillögu en slíkt mun verða gert í deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu.
Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.