Málsnúmer 2013030090Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Tvær umsagnir bárust vegna skipulagslýsingar.
1) Skipulagsstofnun, dagsett 17. apríl 2013.
Ekki eru gerðar athugasemdir en stofnunin bendir á að æskilegt sé að gerð verði grein fyrir af hverju nú sé ástæða til að marka stefnu um íbúðabyggð á svæði sem áður var talið óhentugt til íbúðarbyggðar vegna jarðvegsdýpis.
2) Hverfisnefnd Naustahverfis, dagsett 24. apríl 2013.
Hverfisnefndin mótmælir áformum um íbúðabyggð á reitnum.
Tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar í greinargerð tillögunnar og er athugasemd hverfisnefndar vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.
Umsögn barst ekki frá Norðurorku.
Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingarinnar. Athugasemdir nr. 2 og 3 bárust eftir fund skipulagsnefndar.
1) Guðrún D. Harðardóttir f.h. húsfélags Hamratúns 4 og 6, dagsett 22. apríl 2013.
Fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi er mótmælt þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á reitnum.
2) Þórdís Unnur Þórðardóttir og Marta A. Þórðardóttir, íbúðareigendur í Ásatúni 8, dagsett 18. apríl 2013.
Þær mótmæla fyrirhuguðum breytingum m.a. vegna aukinnar umferðar og mengunar á Kjarnagötu.
3) Samhljóða athugasemd nr. 2 frá eigendum Ásatúns 6 og 8 með 27 undirskriftum, dagsett 18. apríl 2013.
Athugasemdum 1) til 3) er vísað til skipulagsdeildar til nánari skoðunar.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dagsetta 24. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna breytingar á hluta opins svæðis til sérstakra nota, 3.2.7 O, sem verði tekið undir íbúðarbyggð.