Bæjarráð vísaði þann 11. apríl 2013 4. lið fundagerðar hverfisnefndar Oddeyrar til skipulagsdeildar en þar er komið á framfæri óánægju vegna hávaðamengunar frá starfsemi Endurvinnslunnar ehf. Nefndin lýsir jafnframt furðu á að starfsemin hafi ekki verið send í grenndarkynningu áður en leyfi voru veitt.
Óskað er eftir að Akureyrarbær leiti leiða til að koma til móts við kvartanir íbúa í grennd við starfsemina og geri viðeigandi ráðstafanir til þess að draga úr hávaðanum eða að öðrum kosti flytja starfsemina fjær íbúðabyggðinni.
Í framhaldi af kvörtunum fóru Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og Vinnueftirlitið fram á úrbætur hjá Endurvinnslunni gegn hávaða inni og úti. Í framhaldinu voru gerðar lagfæringar á hurðum og einangrun auk lagfæringa á vélbúnaði og færiböndum. Í byrjun febrúar var hávaði mældur sunnan við gamla Vörubæ og reyndist hávaði vera á bilinu 53 til 57 dB áður en vinna við brot á gleri og keyrsla á bandi hjá Endurvinnslunni hófst og 63 til 64 dB eftir að vinna og keyrsla hófst. Þetta svæði er skilgreint sem athafnasvæði sem þýðir að Leq má vera allt að 70 db.
Skipulagsstjóra er falið að ræða við eigendur Endurvinnslunnar um úrbætur á glerlosun sem fælu í sér hugsanlega yfirbyggingu.