1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. nóvember 2012:
Deiliskipulag Hlíðahverfis, suðurhluta, var auglýst frá 19. september 2012 með athugasemdafresti til 31. október 2012.
Sex athugasemdir bárust. Útdráttur úr innsendum athugasemdum er í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Óskað var eftir umsögn frá Vegagerðinni sem barst þann 28. september 2012. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið. Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis var tilkynnt um auglýsingu á deiliskipulaginu.
Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Skipulagsnefnd þakkar Ágústi Hafsteinssyni fyrir kynninguna.