Hjördís Jónsdóttir og Kristján Ólafsson, Tjarnartúni 9 og Kristján B. Garðarsson og Helga Alfreðsdóttir, Tjarnartúni 15, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Þau vilja vekja athygli á þeirri miklu umferð og umferðarhraða sem fer í gegnum Tjarnartúnið. Þau vilja að leitað sé leiða til að létta á umferð um Tjarnartúnið, en það sé í dag önnur af tveimur leiðum inn í hverfið. Umferðin hefur aukist gríðarlega í götunni og þeirra hugmyndir eru tvær.
Sú fyrri er að opna á umferð inn og út úr hverfinu að norðanverðu og nota þá götuna sem liggur meðfram Miðhúsabraut þannig að komið verði út hjá Bónus. Hin hugmyndin er að gera Tjarnartúnið að einstefnu út úr hverfinu og svo Vallartúnið að einstefnugötu inn í hverfið.
Samkvæmt deiliskipulagi Naustahverfis er gert ráð fyrir tveimur innkeyrslum í þennan hluta hverfisins frá Naustagötu þ.e. um Tjarnartún og Vallartún auk innkeyrslu frá Kjarnagötu. Samkvæmt því ætti umferð að dreifast jafnt um hverfið sem ætla má að sé fyrst og fremst vegna umferðar íbúa í grennd við umræddar götur.
Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við Naustagötu og óskar jafnframt eftir áætlun um uppsetningu hliða og annarra aðgerða vegna 30 km hverfa í bænum.