Ránargata - ósk um breikkun á götu

Málsnúmer 2012040154

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 147. fundur - 14.11.2012

Jón Einar Jóhannsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.
Breidd á Ránargötu, suðurhluta. Telur götuna vera of þrönga og stærri bifreiðar eigi í erfiðleikum með akstur um götuna (sjá meðfylgjandi gögn). Vill sjá götuna breikkaða með því að mjókka gangstétt.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn og tillögum um úrbætur frá framkvæmdadeild.

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt vegna næsta liðar og var það samþykkt. Hann vék af fundi kl. 9:42.
Skipulagsnefnd gerði á fundi sínum þann 14. nóvember 2012 eftirfarandi bókun:
"Jón Einar Jóhannsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 25. október 2012.
Breidd á Ránargötu, suðurhluta. Telur götuna vera of þrönga og stærri bifreiðar eigi í erfiðleikum með akstur um götuna (sjá meðfylgjandi gögn). Vill sjá götuna breikkaða með því að mjókka gangstétt.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn og tillögum um úrbætur frá framkvæmdadeild."

Innkomið svar frá framkvæmdadeild í minnisblaði frá 16. maí 2013:

"Breidd götunnar er 5 m, þar af taka bílar sem leggja samsíða gangstéttinni 2 m af breiddinni. Gangstéttin er 1,8 m. Gatan er einstefnugata og er því breidd aksturssvæðis 3 m þegar bílar leggja í götunni en það er um 0,25 m breiðara en lámarksbreidd akreinar. Gangstéttin er í dag 0,45 m mjórri en viðmiðunarreglur Akureyrabæjar um lágmarksbreidd.
Framkvæmdadeild getur því ekki tekið undir það að mjókka gangstéttina, þar sem hún er undir lámarki.
Svæði í götunni við beygju við hús nr. 3 og 4 er of þröngt í dag fyrir stóra bíla og þar mætti hugsa sér að banna bifreiðastöður á þeim kafla. Svæðið er merkt með gulri brotinni línu í dag."

 

Skipulagsstjóra er falið að grenndarkynna íbúum við götukaflann tillögu framkvæmdadeildar.

Sigurður Guðmundsson A-lista kom aftur á fundinn kl. 9:51.

Skipulagsnefnd - 163. fundur - 28.08.2013

Skipulagsstjóra var falið að grenndarkynna íbúum við götukaflann tillögu framkvæmdadeildar og er kynningunni nú lokið. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdadeildar um að banna bifreiðastöður við Ránargötu 3 og 4 vegna þrengsla.