Mannvit ehf. fh. Norðurorku hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 1. apríl 2012 um framkvæmd vegna fyrirhugaðrar metangasleiðslu meðfram Súluvegi, skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Í samræmi við 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er óskað eftir að Akureyrarbær gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangredum lögum.
Umsögnin skal send Skipulagsstofnun fyrir 24. apríl 2012.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdir vegna lagningar metangasleiðslu og rask henni fylgjandi séu óverulegar og afturkræfar og skulu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum.