Stórholt og Lyngholt - deiliskipulag

Málsnúmer 2012020150

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 138. fundur - 23.05.2012

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 25. janúar 2012 að vinna deiliskipulag af svæðinu sunnan Undirhlíðar austan Hörgárbrautar að Glerá og Óseyri. Í framhaldi af því er lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf., dagsett 23. maí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dagsett 23. maí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir að breyta staðsetningu bílastæða við Lyngholt 16 og bæta við byggingarreit fyrir bílgeymslu við Lyngholt 1.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3322. fundur - 05.06.2012

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 23. maí 2012:
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 25. janúar 2012 að vinna deiliskipulag af svæðinu sunnan Undirhlíðar austan Hörgárbrautar að Glerá og Óseyri. Í framhaldi af því er lögð fram tillaga að deiliskipulagi unnin af X2 hönnun-skipulagi ehf, dags. 23. maí 2012. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. 23. maí 2012.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á gerð skipulagslýsingar þar sem einungis er verið að vinna deiliskipulag í þegar fullbyggðu hverfi þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta staðsetningu bílastæða við Lyngholt 16 og bæta við byggingarreit fyrir bílgeymslu við Lyngholt 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 142. fundur - 22.08.2012

Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
1 athugasemd barst.
1) Norðurorka, dagsett 29. júní 2012.
Óskað er eftir að stígur milli Stórholts 1 og 3 sé hafður utan lóðar vegna stofnstrengja rafmagns sem í honum liggja. Til vara er óskað eftir að kvaðir verði á stígnum um lagnaleiðir veitna.
Í bréfi frá Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dagsettu 23. júlí 2012 kemur fram að hverfisnefnd gerir ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdarinnar um kvöð um lagnir innan lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3325. fundur - 04.09.2012

9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst.
1) Norðurorka, dags. 29. júní 2012.
Óskað er eftir að stígur milli Stórholts 1 og 3 sé hafður utan lóðar vegna stofnstrengja rafmagns sem í honum liggja. Til vara er óskað eftir að kvaðir verði á stígnum um lagnaleiðir veitna.
Í bréfi frá hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dags. 23. júlí 2012 kemur fram að hverfisnefnd gerir ekki athugsemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdarinnar um kvöð um lagnir innan lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Fram kom tillaga um að vísa deiliskipulagstillögunni aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 145. fundur - 10.10.2012

Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Stórholts og Lyngholts sem var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu.
Óskað var eftir umsögn Vegagerðinnar um núverandi aðkomu að lóð Lyngholts 16 frá Hörgárbraut.
Í svarbréfi Vegagerðarinnar dagsettu 24. september 2012 er bent á að aðkoman að Lyngholti 16 er frá Hörgárbraut sem er stofnbraut með mikilli umferð. Vegagerðin samþykkir því ekki að tengingin verði fest í sessi í deiliskipulagi og leggur til að núverandi tengingu verði lokað og önnur lausn fundin á aðkomu að lóðinni.
Haldinn var fundur þann 25. september sl. með hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis um breytingar á aðkomunni.

Skipulagsnefnd samþykkir að hluti göngustígs verði skilgreindur sem ökusvæði sem aðkoma að lóðinni nr. 16 við Lyngholt.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3328. fundur - 16.10.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 10. október 2012:
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag Stórholts og Lyngholts sem var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu.
Óskað var eftir umsögn Vegagerðarinnar um núverandi aðkomu að lóð Lyngholts 16 frá Hörgárbraut.
Í svarbréfi Vegagerðarinnar dags. 24. september 2012 er bent á að aðkoman að Lyngholti 16 er frá Hörgárbraut sem er stofnbraut með mikilli umferð. Vegagerðin samþykkir því ekki að tengingin verði fest í sessi í deiliskipulagi og leggur til að núverandi tengingu verði lokað og önnur lausn fundin á aðkomu að lóðinni.
Haldinn var fundur þann 25. september sl. með hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis um breytingar á aðkomunni.
Skipulagsnefnd samþykkir að hluti göngustígs verði skilgreindur sem ökusvæði sem aðkoma að lóðinni nr. 16 við Lyngholt.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 1. nóvember 2012, þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsins fyrr en gerð hefur verið grein fyrir hvernig starfsemi gistiheimilis samræmis aðalskipulagi varðandi íbúðabyggð.

Samkvæmt grein 4.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 "....skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar..."

Ennfremur segir að "Í deiliskipulagi íbúðarsvæða skal gera grein fyrir fjölda íbúða, húsagerð og notkun einstakra bygginga og byggingarhluta sem ekki eru ætluð til íbúðar. ... Atvinnustarfsemi í íbúðarhverfi skal valinn staður þannig að hún valdi hvorki hættu né óþægindum í íbúðarbyggð vegna umferðar eða annars ónæðis."

Samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Allt frá 1970 hefur gistiheimili verið starfrækt á lóðinni við Stórholt 1 í sátt við íbúa hverfisins. Gistiheimilið er staðsett í jaðri svæðisins auk þess að vera í góðum tengslum við stofnbraut. Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna er snéru að stækkun gistiheimilisins.

Samkvæmt ofangreindu er ekkert sem mælir á móti því að gistiheimilið geti verið á skilgreindu íbúðarsvæði í aðalskipulagi. Er það mat skipulagsnefndar að starfsemi gistiheimilisins samræmist gildandi aðalskipulagi varðandi íbúðarbyggð eins og deiliskipulagstillagan byggir á og gerir ráð fyrir.