9. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 22. ágúst 2012:
Deiliskipulag Stórholts og Lyngholts var auglýst frá 13. júní til 26. júlí 2012 í Dagskránni og í Lögbirtingarblaðinu. Gögnin voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á netinu undir www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Ein athugasemd barst.
1) Norðurorka, dags. 29. júní 2012.
Óskað er eftir að stígur milli Stórholts 1 og 3 sé hafður utan lóðar vegna stofnstrengja rafmagns sem í honum liggja. Til vara er óskað eftir að kvaðir verði á stígnum um lagnaleiðir veitna.
Í bréfi frá hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dags. 23. júlí 2012 kemur fram að hverfisnefnd gerir ekki athugsemdir við tillöguna.
Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdarinnar um kvöð um lagnir innan lóðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt, verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta staðsetningu bílastæða við Lyngholt 16 og bæta við byggingarreit fyrir bílgeymslu við Lyngholt 1.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.