Hofsbót - Torfunefsbryggja

Málsnúmer 2011080060

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 630371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi til að lengja grjótgarð í Hofsbót um 20 metra til vesturs. Sjá frekar í bréfi.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem breytingin er ekki í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Skipulagsnefnd - 129. fundur - 16.12.2011

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 630371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 20 metra lengingu á grjótgarði í Hofsbót. Sjá nánar í meðfylgjandi bréfi.











Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lengingu á grjótgarði um 20 metra sem er í samræmi við breytingar sem gerðar hafa verið á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.



Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann sé á móti framkvæmdinni þar sem hugsa þarf reitinn í heild sinni með gömlu bryggjunni.

Edward Hákon Huijbens V-lista fór af fundi kl. 18:00