Hafnarsvæði í Krossanesi, breyting á deiliskipulagi, Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 12.9.2011 frá AVH ehf.

Skipulagsnefnd frestar erindinu þar sem breytingaruppdráttur fyrir B-áfanga Krossanesshaga hefur ekki borist.

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dagsettur 12. september 2011 frá AVH ehf. og breytingaruppdráttur dagsettur 15. september 2011 af B-áfanga Krossaneshaga vegna breytinga á afmörkun deiliskipulagsins.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að nauðsynlegt sé að meta heildræn umhverfisáhrif verksmiðjunnar í fyrirhugaðri stærð. Einnig að mikilvægi þess að skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt sé ótvírætt og verði ekki of oft nefnt.

Bæjarstjórn - 3309. fundur - 04.10.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. september 2011:
Erindi dags. 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf, kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 12. september 2011 frá AVH ehf og breytingaruppdráttur dags. 15. september 2011 af B-áfanga Krossaneshaga vegna breytinga á afmörkun deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að nauðsynlegt sé að meta heildræn umhverfisáhrif verksmiðjunnar í fyrirhugaðri stærð. Einnig að mikilvægi þess að skilyrðum starfsleyfis sé framfylgt sé ótvírætt og verði ekki of oft nefnt.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 124. fundur - 26.10.2011

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, leggur fram tillögu um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 24. október 2011 frá AVH ehf. og breytingaruppdráttur 15. september 2011.
Erindið tekið fyrir að nýju vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagsbreytingin sé háð lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem kalli á gerð umhverfisskýrslu. Meðfylgjandi er umhverfisskýrsla dagsett 20. október 2011.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn en frestar málinu þar sem formlegu samráði við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur umhverfisskýrslunnar er ekki lokið.

Skipulagsnefnd - 125. fundur - 28.10.2011

Erindið tekið fyrir að nýju að höfðu samráði við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur á umhverfisáhrifum breytingarinnar, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi dagsett 27. október 2011. Niðurstöður matsins og forsendur eru lagðar fram í umhverfisskýrslu.
Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 27. október 2011 frá AVH ehf., breytingaruppdráttur 15. september 2011 og umhverfisskýrsla dagsett 27. október 2011.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrslan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því fyrri auglýsing deiliskipulagsbreytingarinnar felld úr gildi.

Bæjarstjórn - 3311. fundur - 01.11.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. október 2011:
Erindið tekið fyrir að nýju að höfðu samráði við Skipulagsstofnun um umfang og áherslur á umhverfisáhrifum breytingarinnar, sjá nánar í meðfylgjandi bréfi dags. 27. október 2011. Niðurstöður matsins og forsendur eru lagðar fram í umhverfisskýrslu.
Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dags. 27. október 2011 frá AVH ehf, breytingaruppdráttur 15. september 2011 og umhverfisskýrsla dags. 27. október 2011.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrslan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er því fyrri auglýsing deiliskipulagsbreytingarinnar felld úr gildi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 129. fundur - 16.12.2011

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi var auglýst frá 2. nóvember til 15. desember 2011.
Bæjarstjórn samþykkti 17. febrúar 2009 deiliskipulagið Krossaneshagi - C áfangi - en það nær að hluta til inn á skipulagssvæði Krossaneshagi - B áfanga. Breytingaruppdráttur var ekki gerður þá og er sú breyting innfærð hér með á meðfylgjandi breytingaruppdrætti dagsettum 16. desember 2011.
Umsögn barst frá Skipulagsstofnun dagsett 21. nóvember 2011 sem gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umhverfismat deiliskipulagsbreytingarinnar. Hinsvegar minnir Skipulagsstofnun á að gæta þarf þess að í skilmálum deiliskipulagsbreytingarinnar séu sett ákvæði sem tryggja niðurstöðu umhverfisskýrslunnar s.s. vegna byggingar sýrujöfnunartanks, staðsetningar nýrrar fráveitulagnar og geymslu meira magns af fosfórsýru.
Ein athugasemdir barst frá Hafnarsamlagi Norðurlands bs. dagsett 13. desember 2011 sem varðar fjóra liði deiliskipulagstillögunnar:
a) Óskað er eftir að kvöð um gönguleið við grjótgarð verði felld niður.
b) Óskað er eftir að kvöð um girðingu innan lóðar verði felld niður.
c) Óskað er eftir að texta í greinargerð um grjótgarð verði lítillega breytt.
d) Óskað er eftir að texta í umhverfisskýrslu verði breytt í samræmi við ofangreint og að leiðréttingar verði gerðar á texta í skýrslunni þannig að talað verði um hafnarsvæði í stað iðnaðarsvæðis.

Tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.

Tekið er tillit til athugasemda Hafnarsamlags Norðurlands bs. nema liðar b og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann telur að kvöð um gönguleið eftir varnargarðinum eigi að vera inni í deiliskipulaginu.
 

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi var auglýst frá 2. nóvember til 15. desember 2011.
Bæjarstjórn samþykkti 17. febrúar 2009 deiliskipulagið Krossaneshagi C áfangi en það nær að hluta til inn á skipulagssvæði Krossaneshagi B áfangi. Breytingaruppdráttur var ekki gerður þá og er sú breyting innfærð hér með á meðfylgjandi breytingaruppdrætti dags. 16. desember 2011.
Umsögn barst frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2011 sem gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umhverfismat deiliskipulagsbreytingarinnar. Hinsvegar minnir Skipulagsstofnun á að gæta þarf þess að í skilmálum deiliskipulagsbreytingarinnar séu sett ákvæði sem tryggja niðurstöðu umhverfisskýrslunnar s.s. vegna byggingar sýrujöfnunartanks, staðsetningu nýrrar fráveitulagnar og geymslu meira magns af fosfórsýru.
Ein athugasemd barst frá Hafnasamlagi Norðurlands bs. dags. 13. desember 2011 sem gerir athugasemd við deiliskipulagstillöguna í fjórum liðum:
a) Óskað er eftir að kvöð um gönguleið við grjótgarð verði felld niður.
b) Óskað er eftir að kvöð um girðingu innan lóðar verði felld niður.
c) Óskað er eftir að texta í greinargerð um grjótgarð verði lítillega breytt.
d) Óskað er eftir að texta í umhverfisskýrslu verði breytt í samræmi við ofangreint og að leiðréttingar verði gerðar á texta í skýrslunni á skilgreiningu á svæðinu í hafnarsvæði í stað iðnaðarsvæðis.
Tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.
Tekið er tillit til athugasemda Hafnasamlags Norðurlands bs. nema liðs b) og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann telur að kvöð um gönguleið eftir varnargarðinum eigi að vera inni í deiliskipulaginu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.