Fjárhagsáætlun 2017- framkvæmdadeild

Málsnúmer 2016080098

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 334. fundur - 07.09.2016

Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun og tillögu að starfsáætlunum. Einnig kynnt fyrstu drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra framkvæmdaráði.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri SA mættu á fundinn.

Umhverfisnefnd - 118. fundur - 13.09.2016

Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista mætti í forföllum Kristins Frímanns Árnasonar.
Kristján Ingimar Ragnarsson L-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun og tillögu að starfsáætlun. Einnig kynnt fyrstu drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra umhverfisnefnd.

Framkvæmdaráð - 335. fundur - 21.09.2016

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir umræðum um fjárhagsáætlun slökkviliðsins.
Halla Björk Reynisdóttir formaður lýsti sig vanhæfa undir liðnum vörukaup slökkviliðsins og var það borið undir atkvæði og samþykkt.
Hún vék af fundi kl. 08:20 og mætti aftur kl. 08:55.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð og A og B fyrirtæki. Kynnt framkvæmdaáætlun og unnið að starfsáætlun.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir aðalsjóð og A og B fyrirtæki.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu aðalsjóðs.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl. 10:25.

Framkvæmdaráð - 336. fundur - 06.10.2016

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir Umhverfismiðstöð og Bifreiðastæðasjóð og drög að framkvæmdaáætlun kynnt.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þessara A og B fyrirtækja og vísar henni til bæjarráðs. Starfsmönnum framkvæmdadeildar er falið að vinna nánar tillögur að framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða gjaldskrá vegna bílastæðagjalds.

Umhverfisnefnd - 119. fundur - 11.10.2016

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2017 þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra.

Umhverfisnefnd óskar þar að auki eftir viðauka að upphæð 10 m.kr. vegna eyðingar plantna á bannlista s.s. risahvannir.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 6. október 2016:

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fyrir Umhverfismiðstöð og Bifreiðastæðasjóð og drög að framkvæmdaáætlun kynnt.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun þessara A og B fyrirtækja og vísar henni til bæjarráðs. Starfsmönnum framkvæmdadeildar er falið að vinna nánar tillögur að framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að endurskoða gjaldskrá vegna bílastæðagjalds.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldskrá bílastæðasjóðs um 3%.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

2. liður í fundargerð umhverfisnefndar dagsett 11. október 2016:

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun deilda aðalsjóðs sem tilheyra umhverfisnefnd.

Umhverfisnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2017 þeirra málaflokka sem undir nefndina heyra.

Umhverfisnefnd óskar þar að auki eftir viðauka að upphæð 10 m.kr. vegna eyðingar plantna á bannlista s.s. risahvannir.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2017.

Framkvæmdaráð - 337. fundur - 24.10.2016

Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 og starfsáætlun kynnt.

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 og vísar henni til bæjarráðs.

Jón Orri Guðjónsson D- lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ- lista sátu hjá.

Starfsmönnum falið að vinna 3ja ára áætlun fyrir árin 2018 - 2020 og leggja fyrir næsta fund.

Framkvæmdaráð - 338. fundur - 01.11.2016

Unnið að gerð framkvæmda- og starfsáætlunar fyrir árið 2017 og 3ja ára áætlun áranna 2018-2020. Rætt um viðauka við málaflokkinn 107 - Brunamál.
Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2018-2020 með breytingum. Einnig samþykkir framkvæmdaráð gjaldskrá fyrir útmælingu húsa og lóða.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.
Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 13:20 og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 13:45.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á gjaldskrá vegna útmælinga lóða. Jónas Valdimarsson frá framkvæmdadeild mætti og útskýrði gjaldskrána.
Skipulagsnefnd frestar umsögn og óskar eftir frekari upplýsingum.

Framkvæmdaráð - 339. fundur - 21.11.2016

Unnið að gerð framkvæmda- og starfsáætlunar fyrir árið 2017, 3ja ára áætlun áranna 2018-2020 og gjaldskrár kynntar.
Framkvæmdaráð samþykkir starfsáætlunina og gjaldskárnar.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu gjaldskránna.

Skipulagsnefnd - 247. fundur - 30.11.2016

Erindi dagsett 1. nóvember 2016 þar sem Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á gjaldskrá vegna útmælinga húsa og lóða. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða gjaldtöku en leggur til að í gjaldskránni verði einnig gert ráð fyrir gjöldum vegna endurmælingar húss ef þarf og lóðarmælinga einna og sér.