Málsnúmer 2015020122Vakta málsnúmer
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Fjórar athugasemdir bárust
1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.
Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við Leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.
2) Undirskriftarlisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.
a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.
b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.
c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.
d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.
3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.
a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.
b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.
c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.
d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.
4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.
a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?
b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?
c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?
d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum.