Öldungaráð

39. fundur 18. september 2024 kl. 13:00 - 15:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hjálmar Pálsson formaður
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson
  • Hallgrímur Gíslason fulltrúi ebak
  • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fulltrúi ebak
  • Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir fulltrúi ebak
  • Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi hsn
Starfsmenn
  • Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
  • Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði: Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála
Dagskrá

1.Starfsáætlun öldungaráðs 2024

Málsnúmer 2022120098Vakta málsnúmer

Hallgrímur Gíslason fór yfir starfsáætlun þriðja ársfjórðungs 2024.

2.Birta og Salka - matarmál

Málsnúmer 2024090814Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á afgreiðslu í mat í Birtu og fjölgun matardaga.

Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður sagði frá óbreyttu ástandi varðandi matarmálin og áfram verður eldað á stöðvunum einu sinni í viku líkt og verið hefur
Öldungaráð hvetur enn og aftur til að allar mögulegar leiðir verði reyndar til að hægt verði að bjóða upp á heitan mat alla virka daga í félagsmiðstöðvunum.

3.Staðan í heimahjúkrun 2024

Málsnúmer 2024051404Vakta málsnúmer

Eva Björg Guðmundsdóttir fulltrúi HSN fór yfir hlutverk heimahjúkrunar og stöðuna sem er góð núna, engir biðlistar og staða í mönnunarmálum góð.

4.Salka - öryggismál í kjallara

Málsnúmer 2024091353Vakta málsnúmer

Fulltrúar EBAK lýsa yfir áhyggjum af öryggismálum í kjallaranum í Sölku og hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.
Öldungaráð tekur undir áhyggjur EBAK.

5.Birta og Salka - opnunartími félagsmiðstöðva fólksins

Málsnúmer 2024091352Vakta málsnúmer

Rætt um opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins.
Fulltrúar EBAK óska bókað: Félagsmiðstöðvar á Akureyri eru opnar kl. 9:00-15:45 yfir veturinn alla virka daga, en nú er bara opið til kl. 13:00 á föstudögum, sem er ákaflega slæmt. Í sambærilegum miðstöðvum annars staðar er opnunartíminn yfirleitt kl. 8:00-16:00 eða 8:30-16:30 alla virka daga eða í 40 klst. í viku, meðan hann er eingöngu 31,00 klst. hér á Akureyri. Öldungaráð hvetur til að opnunartími félagsmiðstöðvanna verði endurskoðaður í samstarfi við EBAK.

6.Frístundaakstur

Málsnúmer 2024091355Vakta málsnúmer

Rætt um mögulegan akstur milli félagsmiðstöðva fólksins
Öldungaráð hvetur til að tilraunaverkefni með akstur frá Sölku að Birtu á fræðsluerindi eftir hádegi annan hvern mánudag, hefjist sem allra fyrst. Fljótlega verði einnig hugað að akstri á sömu leið í bingó á þriðjudögum.

7.Öldungaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022100342Vakta málsnúmer

Brynjólfur Ingvarsson sagði frá drögum að tillögum í búsetumálum eldri borgara á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 15:00.