Bæjarráð hefir á fundi sínum 24. október 2024 vísað 2. lið fundagerðar öldungaráðs dagsettri 18. september til fræðslu- og lýðheilsuráðs:
Rætt um opnunartíma félagsmiðstöðva fólksins.
Fulltrúar EBAK óska bókað: Félagsmiðstöðvar á Akureyri eru opnar kl. 9:00-15:45 yfir veturinn alla virka daga, en nú er bara opið til kl. 13:00 á föstudögum, sem er ákaflega slæmt. Í sambærilegum miðstöðvum annars staðar er opnunartíminn yfirleitt kl. 8:00-16:00 eða 8:30-16:30 alla virka daga eða í 40 klst. í viku, meðan hann er eingöngu 31,00 klst. hér á Akureyri. Öldungaráð hvetur til að opnunartími félagsmiðstöðvanna verði endurskoðaður í samstarfi við EBAK.
Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.