Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 2. lið fundagerðar öldungaráðs dagsettri 18. september til fræðslu- og lýðheilsuráðs:
Farið yfir stöðu á afgreiðslu í mat í Birtu og fjölgun matardaga. Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður sagði frá óbreyttu ástandi varðandi matarmálin og áfram verður eldað á stöðvunum einu sinni í viku líkt og verið hefur
Öldungaráð hvetur enn og aftur til að allar mögulegar leiðir verði reyndar til að hægt verði að bjóða upp á heitan mat alla virka daga í félagsmiðstöðvunum.
Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.