Salka - öryggismál í kjallara

Málsnúmer 2024091353

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 39. fundur - 18.09.2024

Fulltrúar EBAK lýsa yfir áhyggjum af öryggismálum í kjallaranum í Sölku og hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.
Öldungaráð tekur undir áhyggjur EBAK.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 172. fundur - 05.11.2024

Bæjarráð hefur á fundi sínum 24. október 2024 vísað 4. lið fundargerðar öldungarráðs frá 18. september 2024 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Fulltrúar EBAK lýsa yfir áhyggjum af öryggismálum í kjallaranum í Sölku og hvetja til þess að vinnueftirlit, heilbrigðiseftirlit og eldvarnareftirlit verði fengið til að gera heildarúttekt á húsnæðinu vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram á vegum Akureyrarbæjar.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við fræðslu- og lýðheilsusvið.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Halla Birgisdóttir Ottesen óflokksbundin og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:

Ljóst er að húsnæði fyrir félagsaðstöðu aldraðra á Akureyri, ekki síst í Sölku er verulega ábótavant, ekki síst er varðar aðgengi, brunamál, bílastæði, loftgæði, snyrtingar og fleira. Auk þess sem löngu tímabært er að stækka félagsaðstöðu Birtu. Það á að vera forgangsmál að bæta félagsaðstöðu eldri borgara, sem um langt skeið hefur verið bent á að sé verulega ábótavant. Þess utan er mikilvægt að meta það hvort að sú ákvörðun að flytja Punktinn upp í Sölku hafi verið ákjósanleg.