Málsnúmer 2012110148Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 20. mars 2013:
Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dags. 12. febrúar 2013.
2) Skipulagsstofnun, dags. 21. febrúar 2013.
3) Umhverfisnefnd, dags. 12. febrúar 2013 sem ekki gerði athugasemdir við lýsinguna.
Athugasemdum úr 1. og 2. lið var vísað til úrvinnslu aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulagsins.
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dags. 20. mars 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið "Alþingiskosningar 2013 - kjörskrá" og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.