Málsnúmer 2023050333Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsettri 9. maí 2023:
Felix Hrafn Stefánsson hóf umræðu um aðgengi að sérfræðiþjónustu í skólum.
Ungmenni óska eftir betra aðgengi að þjónustu varðandi líðan, erfiðleika, áskoranir og þess háttar innan síns þægindaramma, sem í flestum tilfellum er innan skólans. Í mörgum skólum er námsráðgjafi sá aðili sem oftast er bent á að hægt sé að leita til en vitað er að þeir eru sérmenntaðir í öðrum málum og verða að fá rými til að sinna þeim. Margir nemendur tengja sínar áskoranir ekki við námsráðgjafa og er því kallað eftir öðrum fagstéttum, á borð við sálfræðinga eða (skóla)félagsráðgjafa, inn á gólf skólanna til að mæta þessum þörfum nemenda.
Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og tók undir það að mikilvægt væri að hafa fleiri fagstéttir inni í skólum og kvaðst taka málið áfram.
Erika Arna N. Sigurðardóttir hóf umræðu um upplýsingar um geðheilbrigði.
Ungmenni kalla eftir betri og aðgengilegri upplýsingum um þjónustu tengda geðheilbrigði, það er að segja hvað sé í boði fyrir þau, hvenær og hvert þau eiga að leita.
Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrú brást við f.h. bæjarstjórnar og reifaði ýmsa þætti varðandi líðan ungmenna. Í máli hans kom meðal annars fram að æskilegt væri að leggja meiri áherslu á geðrækt innan skólanna.
Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fjallaði næst um vellíðan í skólum.
Ungmenni kalla eftir því að starfsfólk skóla sé opnara gagnvart fjölbreytileikanum sem er í nemendahópnum og sýni þeim meiri skilning. Kallað er eftir leiðum til að stuðla að traustari tengslum milli starfsfólks og nemenda, að skoðanir og andleg heilsa nemenda sé virt, hegðun þeirra skoðuð út frá samhengi og þeim gefið rými til að þora að opna sig. Ungmenni telja að til dæmis fleiri einkasamtöl við kennara um líðan geti stutt við það. Þá er óskað eftir meira uppbroti á skólatíma, til dæmis í formi aukinnar hreyfingar og útiveru, því það geti bætt samskipti í bekknum og andlega heilsu nemenda.
Hilda Jana bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góð erindi. Vakti hún athygli á drögum að mannréttindastefnu Akureyrarbæjar sem eru í kynningarferli og hvatti ungmennaráð til að senda inn umsögn. Sagði hún einnig mikilvægt að fá fram ákall um meiri skilning innan skólasamfélagsins og lagði til að þessum upplýsingum yrði komið á framfæri við kennara.
Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og varpaði fram hugmynd um hvort hugræn atferlismeðferð ætti að vera ein valgreina á unglingastigi.
Auk hennar tók til máls Telma Ósk Þórhallsdóttir.
Bæjarráð tók fundargerðina fyrir á fundi sínum 17. maí 2023 og vísaði þessum lið til fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnsvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.