Málsnúmer 2022121023Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:
Gjaldskrá dagforeldra var breytt 1. apríl sl. vegna greiðslu hagvaxtarauka.
Í ákvæðum núgildandi kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasamband Íslands, þar á meðal við Einingu-Iðju var samningurinn framlengdur til 30. september 2023. Í þeim samningi er eftirfarandi ákvæði:
"Þegar endurnýjaður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði liggur fyrir á árinu 2022, skal launatafla 5 taka sömu niðurstöðu frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023 samkvæmt samningsniðurstöðu þeirra sem fá greidd laun samkvæmt kauptöxtum á almennum vinnumarkaði."
Fyrir vikið þarf að endurskoða gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra.
Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslum til foreldra.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.