Bæjarráð

3859. fundur 29. ágúst 2024 kl. 08:15 - 09:39 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Drög voru kynnt frá 3. júlí 2024 t.o.m. 15. ágúst 2024 og bárust 2 umsagnir og 1 athugasemd.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. Er skipulagsfulltrúa falið að útbúa drög að umsögn um innkomna athugasemd í samræmi við umræður, sem lögð verður fram á fundi bæjarstjórnar.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Jafnframt samþykkir bæjarráð svar og umsögn um innkomna athugasemd.

2.Leikskólalóð sunnan Naustagötu - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024031135Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Lögð fram að lokinni auglýsingu breyting á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð er tæplega 1 ha leikskólalóð þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Er gert ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að byggja um 2.000 fm leikskóla á allt að 2 hæðum. Breytingin var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis.

3.Reiðvegur við Lögmannshlíð - óveruleg aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024081593Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Erindi frá umhverfis- og mannvirkjasviði þar sem óskað er eftir því að lega reiðvegar við Lögmannshlíð verði flutt sunnar þar sem að núverandi lega er erfið sökum mikils bratta.

Óskað er eftir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Ný lega var ákveðin í samráði við fulltrúa Hestamannafélagsins Léttis og Minjastofnunar Íslands.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 til samræmis við erindið og tekur undir bókun skipulagsráðs þess efnis að um óverulega breytingu sé að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Krossaneshöfn - fyrirspurn vegna lóðar fyrir síló og hafnarvog

Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Lögð fram að nýju umsókn dagsett 2. mars 2022 þar sem Margrét Konráðsdóttir, fh. Skútabergs ehf. óskar eftir lóð til uppsetningar sílóa við Krossaneshöfn. Breyting á deiliskipulagi svæðisins, þar sem afmörkuð var 0,22 ha lóð til samræmis við umsóknina, tók gildi 17. júlí sl. Var breytingin unnin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og Norðurorku.

Málið var á dagskrá skipulagsráðs 14. ágúst sl. og var þá afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að samningi um úthlutun lóðarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Skútabergs ehf. skv. seinna ákvæði fyrirliggjandi draga að samningi með breytingum sem rædd voru á fundi.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Skútabergs ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3. í reglum um úthlutun lóðar með þeim kvöðum að á lóðinni verði eingöngu mannvirki sem heimilt er að reisa í samræmi við ákvæði deiliskipulags en ekki er heimilt að geyma þar bifreiðar, tæki eða tól.

5.Breyting á deiliskipulagi - Goðanes 3 B

Málsnúmer 2024040239Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga A áfanga sem felst í að afmörkuð er ný 2.304 fm athafnalóð vestan megin við Goðanes 3. Er tillagan í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 10. apríl 2024.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga A áfanga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Ný heimasíða Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023091322Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vinnu við nýja heimasíðu Akureyrarbæjar.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur

Málsnúmer 2024030763Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 27. ágúst 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 23. ágúst 2024 varðandi opnun tilboða í jarðframkvæmdir við gerð undirlags undir gervigras á knattspyrnuvöll á félagssvæði Þórs Akureyri. Fjögur tilboð bárust.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Nesbræður ehf. sem voru með lægsta tilboð að upphæð kr. 109.811.250 og vísar því til bæjarráðs.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði Nesbræðra ehf. að upphæð kr. 109.811.250 í verkið.

Fundi slitið - kl. 09:39.