Málsnúmer 2022030078Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. ágúst 2024:
Lögð fram að nýju umsókn dagsett 2. mars 2022 þar sem Margrét Konráðsdóttir, fh. Skútabergs ehf. óskar eftir lóð til uppsetningar sílóa við Krossaneshöfn. Breyting á deiliskipulagi svæðisins, þar sem afmörkuð var 0,22 ha lóð til samræmis við umsóknina, tók gildi 17. júlí sl. Var breytingin unnin í samráði við Hafnasamlag Norðurlands og Norðurorku.
Málið var á dagskrá skipulagsráðs 14. ágúst sl. og var þá afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að samningi um úthlutun lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Skútabergs ehf. skv. seinna ákvæði fyrirliggjandi draga að samningi með breytingum sem rædd voru á fundi.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir svæði sunnan Naustagötu. Jafnframt samþykkir bæjarráð svar og umsögn um innkomna athugasemd.