Umhverfis- og mannvirkjaráð

96. fundur 12. mars 2021 kl. 08:15 - 10:35 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Compact of Mayors - verkefni umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2018020409Vakta málsnúmer

Kynning frá Stefáni Gíslasyni framkvæmdastjóra Environice, ráðgjafarfyrirtæki á sviði umhverfismála og sjálfbærrar þróunar, á árangri Akureyrarbæjar í loftslagsmálum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Þór Kristjánsson verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

2.SVA - leiðakerfi 2020

Málsnúmer 2020020042Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi nýtt leiðanet SVA.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jón Þór Kristjánsson verkefnisstjóri upplýsingamiðlunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu á nýju leiðaneti og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.

3.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á strætisvagni

Málsnúmer 2020110821Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 11. mars 2021 varðandi opnun tilboða í útboði um kaup á metan strætisvagni en eitt tilboð barst.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Kletts og ganga til samninga um kaup á metan strætisvagni að upphæð kr. 42.201.890.

4.Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021020310Vakta málsnúmer

Kynning varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á reitnum og aðkomu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.

5.Glerárdalur - styrkveiting 2021

Málsnúmer 2020050067Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2021 varðandi áframhaldandi styrk til stígagerðar inn á Glerárdal úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með styrkveitinguna og samþykkir að leggja fram 20% mótframlag að upphæð kr. 4.761.000 og verður fjárhæðin tekin af framkvæmdaáætlun ársins í eignasjóði gatna.

Fundi slitið - kl. 10:35.