Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:
Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.
Málið var einnig til umræðu á fundi frístundaráðs 24. febrúar sl.
Frístundaráði er mjög umhugað um að verkefnið komist á laggirnar og er hluti af því að koma á sérstökum Frístundastrætó strax næsta haust. Til að svo geti orðið samþykkir frístundaráð að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 8.500.000 fyrir þann hluta verkefnisins sem yrði á ábyrgð frístundaráðs. Verkefnið yrði tilraunaverkefni veturinn 2021 - 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.