Málsnúmer 2021010019Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 29. desember 2020 þar sem Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar f.h. stafræns ráðs sveitarfélaga óskar eftir formlegri afgreiðslu eftirfarandi tillagna:
1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 milljónir kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins.
2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 milljónum kr. milli sveitarfélaganna.
3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum notað einu sinni til tvisvar á ári.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.