Málsnúmer 2017100405Vakta málsnúmer
Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var samþykkt að veita viðurkenningar í flokki einstaklinga og fyrirtækja. Einnig var samþykkt að veita ein hvatningarverðlaun. Jafnréttisviðurkenningar voru afhentar á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl sl.
Viðurkenningarnar hlutu:
- Snorri Björnsson fyrir kennslu í kynjafræði við VMA.
- N4 fyrir markvissa vinnu við jafnrétti í fjölmiðlum.
- Hlaðvarpsþátturinn Bannað að dæma í umsjón Heiðdísar Austfjörð og Halldórs Kristins Harðarsonar hlaut hvatningarverðlaun jafnréttimála.
Jafnframt vill ráðið koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Akureyrarstofu fyrir vel heppnaða rafræna Vorkomu.