Bæjarráð

3723. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:15 - 12:04 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 - fyrri umræða

Málsnúmer 2020090157Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020.

Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greinargerð Eflu verkfræðistofu dagsett 26. mars 2021 um innleiðingu gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Einnig lagt fram minnisblað Eflu um áætlaðar tekjur og gjöld, bæði við innleiðingu og breytingu bílastæðamála.

Daði Baldur Ottósson frá Eflu verkfræðistofu, Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar og felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að útfæra tillögur að breytingum á samþykktum, gjaldskrá og reglum sem þarf í tengslum við innleiðinguna, í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður sem fram fóru á fundinum. Tillögurnar verða síðan lagðar fram til staðfestingar og samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég hef ákveðið að sitja hjá í þessu máli. Ég er ekki á móti því að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum á miðbæjarsvæðinu en ég hefði viljað hafa tvöfalt kerfi og halda klukkukerfinu áfram samhliða gjaldtöku.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 10:40.

4.Íbúakosning um skipulag Oddeyrar

Málsnúmer 2021031584Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að farið verði í ráðgefandi íbúakosningu um áður auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar. Íbúakosningin fari fram í gegnum þjónustugátt bæjarins dagana 27. til 31. maí nk. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagða áætlun vegna kynningarkostnaðar að fjárhæð 1,8 milljónir króna sem færist af aðkeyptri þjónustu skipulagssviðs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni og leggur fram eftirfarandi bókun:

Þar sem nú eru gjörbreyttar forsendur miðað við þegar sú ákvörðun var tekin að vera með íbúakosningu vegna Oddeyrarreitsins þá er engin ástæða til að vera með þessa kosningu. Verktakinn sem á lóð þarna og óskaði eftir því að skipulaginu yrði breytt hefur komið þeim skilaboðum til bæjarfulltrúa að þær takmarkanir sem eru settar í þessa kosningu séu til þess fallnar að hann muni ekki byggja þarna. Bærinn á ekki lóð þarna og því enginn að fara að byggja og tilgangslaust að eyða tíma bæjarstarfsmanna og peningum úr bæjarsjóði til þess að kjósa um ekki neitt á sama tíma og bæjarsjóður skilar methalla. Sú bæjarstjórn sem nú situr á aðeins eitt ár eftir og ætti því að láta þeirri bæjarstjórn sem tekur við eftir að ákveða hvað þarna verður gert. Ef þetta er eingöngu gert til þess að sýna fram á að ekki ríki verktakaræði hér þá er þetta skrýtin leið og nær væri að vanda sig í skipulaginu. Þá er það mikið áhyggjuefni að bæjarfulltrúar skuli vera til í að eyða peningum bæjarbúa í ekki neitt á þessum erfiðu tímum í rekstrinum.

5.Hamrar, útilífsmiðstöð skáta og tjaldsvæði Akureyrar

Málsnúmer 2019030213Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2021 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar og aðalfundar Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta, þar sem óskað er eftir að komið verði á fundi um málefni Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta að Hömrum. Aðalfundurinn telur mikilvægt í tengslum við gerð samnings um rekstur tjaldsvæðisins, sem nú er verið að ljúka við, verði einnig fjallað um framtíð útilífsmiðstöðvarinnar að Hömrum.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að ræða við bréfritara.

6.Öldungaráð - fundargerðir lagðar fyrir bæjarráð

Málsnúmer 2019050503Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar öldungaráðs dagsett 30. mars 2021.

Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-local

7.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2021

Málsnúmer 2021040323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2021 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 5. maí nk. Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, ef samkomutakmarkanir leyfa, og hefst kl. 14:00. Endanlegt fyrirkomulag mun liggja fyrir eftir 16. apríl nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði bæjarins á fundinum.

8.Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál

Málsnúmer 2021040266Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. apríl 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1108.html

Fundi slitið - kl. 12:04.