Málsnúmer 2017080028Vakta málsnúmer
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og sagði frá ráðningu hjúkrunarfræðings sem sinnir ráðgjöf á sviði heilabilunar. Um er að ræða verkefni sem m.a. tengist væntanlegum breytingum á starfsemi ÖA og tekur mið af samstarfsverkefnum sem ÖA hefur unnið að með Alzheimersamtökunum.
Fyrsta nýjung eða verkefni sem þegar hefur litið dagsins ljós, er að efna til "aðstandendaskóla" sem mun byggja á grunni aðferða frá Danmörku um sambærilegt form.
Rekstrarniðurstaða í áætlunum er eftirfarandi:
Búsetusvið kr. 2.426.669.000
Fjölskyldusvið kr. 848.164.000
Velferðarráð kr. 24.127.000
Öldrunarheimili Akureyrar kr. 331.000.000
Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að til viðbótar við ofangreint, verði gert ráð fyrir 74 m.kr. til reksturs vistunarúrræðis fyrir barn, skv. beiðni barnaverndarnefndar í áætlun búsetusviðs.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Sigrún Elva Briem M-lista óska eftir að fært sé til bókunar:
Það eru vonbrigði að meirihlutinn skuli ekki hafa viljað óska eftir fjármagni til að undirbúa stofnun áfangaheimilis.
Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista og Róbert Freyr Jónsson L-lista óska eftir því að fært sé til bókunar:
Meirihluti velferðarráðs leggur áherslu á að vilji er til að koma á fót áfangaheimili á kjörtímabilinu. Undirbúningur að þeirri vinnu er skilgreindur í starfsáætlun og er grundvöllur þess að hægt sé að meta þá kosti sem eru í stöðunni og taka ákvörðun út frá þeim.